Veður

Reikna með hviðum að 45 metrum undir Eyja­fjöllum og Kjalar­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir taka víða gildi um hádegisbil og verða í gildi fram á kvöld.
Gular viðvaranir taka víða gildi um hádegisbil og verða í gildi fram á kvöld. Vísir/RAX

Gert er ráð fyrir snörpum hviðum allt að 40 til 45 metra á sekúndu í suðaustanátt undir Eyjafjöllum og á utanverðu Kjalarnesi nærri hádegi í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar vegna þess hvassviðris sem skellur á landið um hádegi. 

Gular viðvaranir taka víða gildi og verða í gildi fram á kvöld.

Undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi verður einnig byljótt frá hádegi og fram undir klukkan 18. Flughált getur orðið á fjallvegum norðantil þegar hlánar í dag, segir í tilkynningunni.

Á vef Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Hellisheiði, Þrengsli, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði verði á óvissustigi milli klukkan 10 og 14 og geti lokast með stuttum fyrirvara.


Tengdar fréttir

Gengur í hvass­viðri eða storm

Þó að það sé tiltölulega rólegt veður á landinu nú morgunsárið þá varir það ekki lengi. Það mun ganga í suðaustan og sunnan hvassviðri eða storm þegar líður á daginn. Órólegt veður er í kortunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×