Óskar Hrafn og Heimir bítast um fyrsta Þungavigtarbikarinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 13:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans enduðu síðasta tímabil á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn og gætu byrjað nýtt tímabil á að vinna titil í kvöld. Hér er Óskar Hrafn með Íslandsmeistaraskjöldinn við hlið konu sinnar Laufeyjar Kristjánsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti fótboltatitilinn á árinu 2023 er í boði í kvöld og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslandsmeistarar Breiðabliks og FH spila þá til úrslita í Þungavigtarbikarnum og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 5. Þungavigtarbikarinn er nýtt æfingamót sem tók við af fótbolti.net mótinu eftir að dómarar vildu ekki dæma leiki í því móti. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, bítast því þarna um fyrsta Þungavigtarbikarinn í þessum leik í kvöld. Óskar Hrafn vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sem þjálfari á síðasta ári en Heimir er nýkominn aftur til FH sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum frá 2008 til 2016. Blikar hafa verið í miklum ham í mótinu. Þeir unnu fyrst 5-1 sigur á Stjörnunni og fylgdu því eftir með að vinna nágranna sína í HK 4-1. Nýi sóknarmaðurinn Patrik Johanesen skoraði tvö mörk í HK-leiknum en hinn átján ára Tómas Orri Róbertsson skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. Aðrir markaskorarar Blika í leikjunum tveimur voru Ágúst Eðvald Hlynsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Atli Þór Gunnarsson. FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 3-0 sigri á ÍBV þar sem þeir Vuk Óskar Dimitrijevic, Finnur Orri Margeirsson og Dagur Þór Hafþórsson skoruðu mörkin. Vuk Óskar skoraði einnig í 2-1 sigri á Keflavík í hinum leiknum en þá skoraði Keflvíkingurinn í FH-liðinu, Davíð Snær Jóhannsson, hitt markið. Það er þegar ljóst að Stjarnan verður í þriðja sæti í mótinu en Garðbæingar unnu Keflavík í vítakeppni í leiknum um þriðja sætið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Þungavigtin Breiðablik FH Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og FH spila þá til úrslita í Þungavigtarbikarnum og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 5. Þungavigtarbikarinn er nýtt æfingamót sem tók við af fótbolti.net mótinu eftir að dómarar vildu ekki dæma leiki í því móti. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, bítast því þarna um fyrsta Þungavigtarbikarinn í þessum leik í kvöld. Óskar Hrafn vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sem þjálfari á síðasta ári en Heimir er nýkominn aftur til FH sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum frá 2008 til 2016. Blikar hafa verið í miklum ham í mótinu. Þeir unnu fyrst 5-1 sigur á Stjörnunni og fylgdu því eftir með að vinna nágranna sína í HK 4-1. Nýi sóknarmaðurinn Patrik Johanesen skoraði tvö mörk í HK-leiknum en hinn átján ára Tómas Orri Róbertsson skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. Aðrir markaskorarar Blika í leikjunum tveimur voru Ágúst Eðvald Hlynsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Atli Þór Gunnarsson. FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 3-0 sigri á ÍBV þar sem þeir Vuk Óskar Dimitrijevic, Finnur Orri Margeirsson og Dagur Þór Hafþórsson skoruðu mörkin. Vuk Óskar skoraði einnig í 2-1 sigri á Keflavík í hinum leiknum en þá skoraði Keflvíkingurinn í FH-liðinu, Davíð Snær Jóhannsson, hitt markið. Það er þegar ljóst að Stjarnan verður í þriðja sæti í mótinu en Garðbæingar unnu Keflavík í vítakeppni í leiknum um þriðja sætið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Þungavigtin Breiðablik FH Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira