Skotinn niður og út úr leiknum í sigri Newcastle í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 12:01 Alexander Isak er hér leiddur af velli af læknaliði Newcastle United í gærkvöldi. Getty/Stu Forster Newcastle komst í gær í sinn fyrsta úrslitaleik á Wembley í 24 ár þegar liðið vann 2-1 sigur á Southampton í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Newcastle liðið vann samanlagt 3-1 en liðið var síðast á Wembley á móti Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins 1999. United vann þar annan af þremur bikurunum sínum á ellefu sögulegum dögum en nokkrum dögum síðar vann liðið endurkomusigur á Bayern í Barcelona. Oroväckande bilder på Alexander Isak https://t.co/eAZMYw0TXa— Sportbladet (@sportbladet) January 31, 2023 Það er því langt síðan stuðningsmenn Newcastle gátu fylgt liði sínu á Wembley leikvanginn. Í rauninni er búið að „skipta um“ leikvanginn síðan þeir voru þar síðast. Wembley leikvangurinn var endurbyggður á sama stað á árunum 2003 til 2007. Það var hins vegar ekki eintóm gleði hjá Newcastle liðinu í gær því ein af stjörnum liðsins ætlar að ganga frekar illa að halda sér inn á vellinum þrátt fyrir góða frammistöðu. Sænski framherjinn Alexander Isak hefur byrjað vel hjá Newcastle þegar hann hefur verið heill en það óhætt að segja að meiðsladraugurinn elti Svíann á röndum síðan hann samdi við félagið. Alexander Isak suffered a possible concussion in Newcastle s semi-final Carbao Cup win over Southampton on Tuesday evening.More from @jwhitey98 #NUFChttps://t.co/NhQdgLHoXW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2023 Nýjasta dæmið um það var í gær þegar Svíinn var svo sannarlega seinheppinn. Það væri þó auðveldlega hægt að segja líka að hann hafi fórnað sér fyrir liðið. Isak er frekar nýkominn til baka eftir að tognun aftan í læri hélt honum frá keppni frá október fram í janúar. Hann tryggði liðinu sigur á Fulham í fyrsta deildarleik sínum eftir meiðslin og er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Í leiknum á móti Southampton í gær kom hann inn á sem varamaður á 61. mínútu en náði samt ekki að klára leikinn. Á 84. mínútu leiksins fékk Southampton aukaspyrnu og aukspyrnumeistarinn James Ward-Prowse lét vaða. Isak fórnaði sér í veginn og Ward-Prowse skaut hann hreinlega niður. Isak lá eftir og þurfti aðstoð frá læknaliðinu. Hann hélt samt leik áfram en leið greinilega ekki vel. Þegar var komið fram í uppbótatíma varð orðið ljóst að Isak gæti ekki haldið áfram leik. Honum var því skipt af velli. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að Alex hafi ekki liðið vel og því hafi hann verið tekinn af velli. Það var þó ekki fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir að hann varð fyrir þrumuskoti Ward-Prowse. Það er óttast að Svíinn hafi fengið heilahristing og gæti því misst af næstu leikjum þess vegna. Newcastle stuðningsmenn vonast þó eftir því að hann geti spilað úrslitaleikinn á Wembley sem verður væntanlega á móti Manchester United 26. febrúar næstkomandi. United er 3-0 yfir eftir fyrri leik sinn á móti Nottingham Forest og á heimaleikinn eftir sem fer fram á Old Trafford í kvöld. Howe: "Möjlig hjärnskakning på Alexander Isak".https://t.co/TMv0HNpwyy pic.twitter.com/VOxOWFCdGm— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) February 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Newcastle liðið vann samanlagt 3-1 en liðið var síðast á Wembley á móti Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins 1999. United vann þar annan af þremur bikurunum sínum á ellefu sögulegum dögum en nokkrum dögum síðar vann liðið endurkomusigur á Bayern í Barcelona. Oroväckande bilder på Alexander Isak https://t.co/eAZMYw0TXa— Sportbladet (@sportbladet) January 31, 2023 Það er því langt síðan stuðningsmenn Newcastle gátu fylgt liði sínu á Wembley leikvanginn. Í rauninni er búið að „skipta um“ leikvanginn síðan þeir voru þar síðast. Wembley leikvangurinn var endurbyggður á sama stað á árunum 2003 til 2007. Það var hins vegar ekki eintóm gleði hjá Newcastle liðinu í gær því ein af stjörnum liðsins ætlar að ganga frekar illa að halda sér inn á vellinum þrátt fyrir góða frammistöðu. Sænski framherjinn Alexander Isak hefur byrjað vel hjá Newcastle þegar hann hefur verið heill en það óhætt að segja að meiðsladraugurinn elti Svíann á röndum síðan hann samdi við félagið. Alexander Isak suffered a possible concussion in Newcastle s semi-final Carbao Cup win over Southampton on Tuesday evening.More from @jwhitey98 #NUFChttps://t.co/NhQdgLHoXW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2023 Nýjasta dæmið um það var í gær þegar Svíinn var svo sannarlega seinheppinn. Það væri þó auðveldlega hægt að segja líka að hann hafi fórnað sér fyrir liðið. Isak er frekar nýkominn til baka eftir að tognun aftan í læri hélt honum frá keppni frá október fram í janúar. Hann tryggði liðinu sigur á Fulham í fyrsta deildarleik sínum eftir meiðslin og er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Í leiknum á móti Southampton í gær kom hann inn á sem varamaður á 61. mínútu en náði samt ekki að klára leikinn. Á 84. mínútu leiksins fékk Southampton aukaspyrnu og aukspyrnumeistarinn James Ward-Prowse lét vaða. Isak fórnaði sér í veginn og Ward-Prowse skaut hann hreinlega niður. Isak lá eftir og þurfti aðstoð frá læknaliðinu. Hann hélt samt leik áfram en leið greinilega ekki vel. Þegar var komið fram í uppbótatíma varð orðið ljóst að Isak gæti ekki haldið áfram leik. Honum var því skipt af velli. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að Alex hafi ekki liðið vel og því hafi hann verið tekinn af velli. Það var þó ekki fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir að hann varð fyrir þrumuskoti Ward-Prowse. Það er óttast að Svíinn hafi fengið heilahristing og gæti því misst af næstu leikjum þess vegna. Newcastle stuðningsmenn vonast þó eftir því að hann geti spilað úrslitaleikinn á Wembley sem verður væntanlega á móti Manchester United 26. febrúar næstkomandi. United er 3-0 yfir eftir fyrri leik sinn á móti Nottingham Forest og á heimaleikinn eftir sem fer fram á Old Trafford í kvöld. Howe: "Möjlig hjärnskakning på Alexander Isak".https://t.co/TMv0HNpwyy pic.twitter.com/VOxOWFCdGm— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) February 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira