Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 14:36 Íbúar í hverfi Nichols safnast saman til að minnast hans á staðnum sem handtakan fór fram. AP Photo/Gerald Herbert Tveimur lögreglumönnum, til viðbótar við þá fimm sem hafa þegar verið reknir, hefur verið sagt upp vegna dauða Tyre Nichols í Memphis í Bandaríkjunum. Þá hafa þrír sjúkraflutningamenn verið reknir fyrir að hafa ekki brugðist rétt við. Tyre Nichols lést 10. janúar síðastliðinn, þremur dögum eftir að hafa verið barinn til óbóta af lögreglumönnum. Hann hafði verið stöðvaður af lögreglunni við umferðareftirlit en að því er virðist án tilefnis hófu lögreglumennirnir barsmíðar. Í myndbandi, sem lögregluembættið í Memphis birti um helgina, af atvikinu sést að það voru mun fleiri en lögreglumennirnir fimm á vettvangi sem brugðust Nichols. Fram kemur í nýrri frétt AP um málið að lögreglumanninum Preston Hemphill, sem er hvítur á hörund, hafi verið sagt upp störfum stuttu eftir að atvikið kom upp þann 7. janúar. Sama dag hafi öðrum lögreglumanni verið sagt upp en lögregluembættið hefur ekki gefið upp nafn hans. Þannig hefur sjö lögreglumönnum verið sagt upp störfum vegna dauða Nichols. Þeir fimm sem fyrstir misstu vinnuna vegna atviksins voru allir svartir á hörund, eins og Nichols, en þeir hafa einnig verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og önnur brot í tengslum við dauða Nichols. Biðu í 27 mínútur með að flytja hann á sjúkrahús Þá hefur slökkviliðið í Memphis sagt upp sjúkraliðunum Robert Long, JaMicheal Sandridge og Michelle Whitaker. Öll hafa þau verið send áður í leyfi frá störfum. Gina Sweat, slökkviliðsstjóri, sagði í yfirlýsingu í dag að slökkviliðinu hafi borist beiðni frá lögreglu um að koma manneskju, sem hafði verið úðuð með piparspreyi, til aðstoðar. Sjúkraliðarnir hafi komið á vettvang klukkan 20:41 þann 7. janúar en þá lá Nichols handjárnaður við lögreglubíl. Long og Sandridge hafi ekki framkvæmt fullnægjandi skoðun á Nichols. Whitaker hafi beðið inni í bíl með bílstjóra. Klukkan 20:55 hafi verið hringt á sjúkrabíl, sem hafi lagt af stað með Nichols á sjúkrahús klukkan 21:08 - 27 mínútum eftir að Long, Sandridge og Whitaker komu á vettvang. Innanhúsrannsókn hafi leitt það í ljós að Long Sandridge og Whitaker hafi brotið fjölda verklagsregla og hafi ekki uppfyllt kröfur embættisins. Hörð viðbrögð vegna málsins Dauði Nichols hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs og framkomu viðbragðsaðila þetta kvöld verið mótmælt víða. Sérstaklega mikil reiði blossaði eftir að myndband af atvikinu var birt um helgina þar sem sást að lögregla skaut Nichols með rafbyssu, barði hann með kylfum og hnefum. Nichols, sem var aðeins 29 ára gamall, lét eftir sig ungt barn en hann heyrðist á myndbandinu kalla á hjálp móður sinnar. Eftir að Nichols misst meðvitund létu lögreglumenn hann liggja á götunni í nokkrar mínútur á meðan þeir spjölluðu. Fleiri viðbragðsaðilar voru þá komnir á vettvang, til að mynda tveir fulltrúar frá fógetanum í Shelby sýslu. Hvorugur þeirra kom Nichols til aðstoðar þar sem hann lá meðvitundarlaus og báðir hafa verið sendir í launalaust leyfi á meðan þáttur þeirra í málinu er til rannsóknar. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Tyre Nichols lést 10. janúar síðastliðinn, þremur dögum eftir að hafa verið barinn til óbóta af lögreglumönnum. Hann hafði verið stöðvaður af lögreglunni við umferðareftirlit en að því er virðist án tilefnis hófu lögreglumennirnir barsmíðar. Í myndbandi, sem lögregluembættið í Memphis birti um helgina, af atvikinu sést að það voru mun fleiri en lögreglumennirnir fimm á vettvangi sem brugðust Nichols. Fram kemur í nýrri frétt AP um málið að lögreglumanninum Preston Hemphill, sem er hvítur á hörund, hafi verið sagt upp störfum stuttu eftir að atvikið kom upp þann 7. janúar. Sama dag hafi öðrum lögreglumanni verið sagt upp en lögregluembættið hefur ekki gefið upp nafn hans. Þannig hefur sjö lögreglumönnum verið sagt upp störfum vegna dauða Nichols. Þeir fimm sem fyrstir misstu vinnuna vegna atviksins voru allir svartir á hörund, eins og Nichols, en þeir hafa einnig verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og önnur brot í tengslum við dauða Nichols. Biðu í 27 mínútur með að flytja hann á sjúkrahús Þá hefur slökkviliðið í Memphis sagt upp sjúkraliðunum Robert Long, JaMicheal Sandridge og Michelle Whitaker. Öll hafa þau verið send áður í leyfi frá störfum. Gina Sweat, slökkviliðsstjóri, sagði í yfirlýsingu í dag að slökkviliðinu hafi borist beiðni frá lögreglu um að koma manneskju, sem hafði verið úðuð með piparspreyi, til aðstoðar. Sjúkraliðarnir hafi komið á vettvang klukkan 20:41 þann 7. janúar en þá lá Nichols handjárnaður við lögreglubíl. Long og Sandridge hafi ekki framkvæmt fullnægjandi skoðun á Nichols. Whitaker hafi beðið inni í bíl með bílstjóra. Klukkan 20:55 hafi verið hringt á sjúkrabíl, sem hafi lagt af stað með Nichols á sjúkrahús klukkan 21:08 - 27 mínútum eftir að Long, Sandridge og Whitaker komu á vettvang. Innanhúsrannsókn hafi leitt það í ljós að Long Sandridge og Whitaker hafi brotið fjölda verklagsregla og hafi ekki uppfyllt kröfur embættisins. Hörð viðbrögð vegna málsins Dauði Nichols hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs og framkomu viðbragðsaðila þetta kvöld verið mótmælt víða. Sérstaklega mikil reiði blossaði eftir að myndband af atvikinu var birt um helgina þar sem sást að lögregla skaut Nichols með rafbyssu, barði hann með kylfum og hnefum. Nichols, sem var aðeins 29 ára gamall, lét eftir sig ungt barn en hann heyrðist á myndbandinu kalla á hjálp móður sinnar. Eftir að Nichols misst meðvitund létu lögreglumenn hann liggja á götunni í nokkrar mínútur á meðan þeir spjölluðu. Fleiri viðbragðsaðilar voru þá komnir á vettvang, til að mynda tveir fulltrúar frá fógetanum í Shelby sýslu. Hvorugur þeirra kom Nichols til aðstoðar þar sem hann lá meðvitundarlaus og báðir hafa verið sendir í launalaust leyfi á meðan þáttur þeirra í málinu er til rannsóknar.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25