Erlent

Banda­rískir lög­reglu­menn á­kærðir fyrir að hafa barið mann til dauða

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Minningarathöfn var haldinn í Tennessee fyrir skömmu.
Minningarathöfn var haldinn í Tennessee fyrir skömmu. AP Photo/Adrian Sainz

Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum.

Árás lögreglumannanna stóð yfir í um þrjár mínútur, að sögn Guardian. Nichols lést af áverkum sínum á sjúkrahúsi þremur dögum eftir árásina. Lögreglumennirnir fimm gætu átt allt að sextíu ára fangelsi yfir höfði sér. 

Lögreglumennirnir fimm, Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Emmitt Martin III,  Desmond Mills, Jr. og Justin Smith eru í haldi lögreglu.AP Photo

Lögreglumennirnir hafa allir verið reknir og segir lögreglan í Memphis segir að verklagsreglur hafi verið þverbrotnar, með óhóflegri valdbeitingu og auk þess að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar. Lögreglustjóri segir að valdbeitingin hafi verið svívirðileg.

Yfirvöld vinna að rannsókn málsins og hefur lögreglan í Memphis heitið fullri samvinnu. Til stendur að deila myndböndum af handtökunni opinberlega í þessari viku eða þeirri næstu en fjölskylda Nichols hefur þegar fengið að sjá myndböndin.

Fjölskylda Nichols hélt blaðamannafund um málið í dag.AP/Gerald Herbert


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×