Sir Alex stýrði Man United frá árunum 1986 til ársins 2013. Undir hans stjórn vann liðið allt sem var hægt að vinna og var eitt sigursælasta lið heims. Síðan hann sagði starfi sínu lausu hefur gengið á miklu hjá hans fyrrum félagi en nú loks horfir til betri vegar.
Erik Ten Hag tók við stjórnartaumunum á Old Trafford í sumar og hefur liðinu gengið nokkuð vel það sem af er leiktíð. Á laugardagskvöld mætti B-deildarlið Reading í heimsókn í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Á endanum vann Man Utd öruggan 3-1 sigur en þegar myndavélinni var beint upp í stúku eftir rétt rúmlega hálftíma var staðan enn markalaus.
Sir Alex, sem mætir á nær alla heimaleiki Man Utd, var á sínum stað í stúkunni en hann virtist ekki yfir sig hrifinn af spilamennsku heimamanna. Það var sem Sir Alex væri einfaldlega að sofna þessar örfáu sekúndur sem myndavélinni var beint að honum.
Þá var vinur hans, sem ekki er vitað hver er, álíka áhugasamur. Þetta kostulega atvik má sjá í spilaranum hér að neðan.