Sir Alex sofnaði yfir leik Man. United og Reading Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2023 07:00 Sir Alex Ferguson virtist dotta aðeins yfir leik Manchester United og Reading. Vinur hans, sem ekki er vitað hver er, virkar jafn áhugasamur. Stöð 2 Sport Hinn 81 árs gamli Sir Alex Ferguson er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Það virðist sem honum hafi fundist leikur Manchester United og Reading heldur leiðinlegur en Skotinn virtist sofna þegar myndavélinni var beint að honum. Sir Alex stýrði Man United frá árunum 1986 til ársins 2013. Undir hans stjórn vann liðið allt sem var hægt að vinna og var eitt sigursælasta lið heims. Síðan hann sagði starfi sínu lausu hefur gengið á miklu hjá hans fyrrum félagi en nú loks horfir til betri vegar. Erik Ten Hag tók við stjórnartaumunum á Old Trafford í sumar og hefur liðinu gengið nokkuð vel það sem af er leiktíð. Á laugardagskvöld mætti B-deildarlið Reading í heimsókn í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Á endanum vann Man Utd öruggan 3-1 sigur en þegar myndavélinni var beint upp í stúku eftir rétt rúmlega hálftíma var staðan enn markalaus. Sir Alex, sem mætir á nær alla heimaleiki Man Utd, var á sínum stað í stúkunni en hann virtist ekki yfir sig hrifinn af spilamennsku heimamanna. Það var sem Sir Alex væri einfaldlega að sofna þessar örfáu sekúndur sem myndavélinni var beint að honum. Þá var vinur hans, sem ekki er vitað hver er, álíka áhugasamur. Þetta kostulega atvik má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Myndband: Sir Alex fékk sér kríu yfir leik Man United og Reading Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Casemiro hefur bætt liðið og móralinn“ „Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup. 29. janúar 2023 08:01 Eriksen yfirgaf Old Trafford á hækjum Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll. 29. janúar 2023 11:01 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira
Sir Alex stýrði Man United frá árunum 1986 til ársins 2013. Undir hans stjórn vann liðið allt sem var hægt að vinna og var eitt sigursælasta lið heims. Síðan hann sagði starfi sínu lausu hefur gengið á miklu hjá hans fyrrum félagi en nú loks horfir til betri vegar. Erik Ten Hag tók við stjórnartaumunum á Old Trafford í sumar og hefur liðinu gengið nokkuð vel það sem af er leiktíð. Á laugardagskvöld mætti B-deildarlið Reading í heimsókn í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Á endanum vann Man Utd öruggan 3-1 sigur en þegar myndavélinni var beint upp í stúku eftir rétt rúmlega hálftíma var staðan enn markalaus. Sir Alex, sem mætir á nær alla heimaleiki Man Utd, var á sínum stað í stúkunni en hann virtist ekki yfir sig hrifinn af spilamennsku heimamanna. Það var sem Sir Alex væri einfaldlega að sofna þessar örfáu sekúndur sem myndavélinni var beint að honum. Þá var vinur hans, sem ekki er vitað hver er, álíka áhugasamur. Þetta kostulega atvik má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Myndband: Sir Alex fékk sér kríu yfir leik Man United og Reading
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Casemiro hefur bætt liðið og móralinn“ „Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup. 29. janúar 2023 08:01 Eriksen yfirgaf Old Trafford á hækjum Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll. 29. janúar 2023 11:01 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira
„Casemiro hefur bætt liðið og móralinn“ „Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup. 29. janúar 2023 08:01
Eriksen yfirgaf Old Trafford á hækjum Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll. 29. janúar 2023 11:01