Þekkti fórnarlömb sín ekki og tilefnið enn óljóst Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 10:34 Ellefu voru skotin til bana í Monterey Park og níu særðust. AP/Sarah Reingewirtz Hinn 72 ára gamli Huu Can Tran þekkti ekkert af þeim ellefu fórnarlömbum sínum sem hann skaut til bana í Monterey Park í Kaliforníu aðfaranótt síðasta sunnudag. Tran myrti ellefu manns og særði níu þegar hann skaut á hóp eldri borgara í danssal í bænum, þar sem verið var að halda upp á nýtt tunglár. Tilefni skotárásarinnar liggur enn ekki fyrir en Tran hafði komið mótorhjóli fyrir nærri danssalnum þar sem hann skaut á fólk af handahófi. Robert Luna, fógeti Los Angeles-sýslu, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að talið væri að Tran hefði ætlað að nota mótorhjólið til að komast undan, ef hann hefði ekki komist að bíl sínum. Við árásina notaðist hann við hálfsjálfvirkt vopn með þrjátíu skota magasíni, en í Bandaríkjunum er þetta vopn skilgreint sem skammbyssa. Ólöglegt er að eiga bæði vopn sem þetta og magasín í Kaliforníu. Tran skaut minnst 42 skotum. Luna sagði að engin tengsl hefðu fundist milli Tran og fórnarlamba hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tran var afvopnaður af 26 ára manni sem varð á vegi hans um tuttugu mínútum eftir árásina. Þá var hann á leið inn í annan danssal í um 5,6 kílómetra fjarlægð frá salnum þar sem hann skaut fólkið. Hann flúði svo á brott en svipti sig lífi með annarri skammbyssu daginn eftir þegar lögreglan stöðvaði hann í umferðinni. Fógetinn sagði einnig á áðurnefndum blaðamannafundi að ekki væri ljóst hve lengi Tran hefði skipulagt árásina. Hann sagði erfitt að skilja af hverju Tran hefði framið ódæðið. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að segja íbúum ekki að morðingi hefði gengið laus á svæðinu en lögreglan varðist allra fregna í margar klukkustundir. Þá sagði lögreglan ekki neitt við almenning eftir að ljóst var að Tran hefði reynt að komast inn í annan danssal. Scott Wiese, lögreglustjóri Monterey Park, sagði að hann hefði ekki verið með nægilega miklar upplýsingar á sínum tíma. Hann sagði að allir lögregluþjónar á svæðinu hefðu verið settir í viðbragðsstöðu en að það hefði líklega lítið hjálpað að vara almenning við. „Ég var ekki að fara að senda lögregluþjóna mína milli húsa til að vekja fólk og segja þeim að við höfum verið að leita að asískum manni í Monterey Park,“ sagði Wiese í viðtali við AP. „Það hefði ekki gert neitt gagn.“ Langflestir íbúar Monterey Park eru af asískum uppruna og þá var mikið af ferðamönnum í bænum vegna áðurnefndra hátíðarhalda. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41 Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Tilefni skotárásarinnar liggur enn ekki fyrir en Tran hafði komið mótorhjóli fyrir nærri danssalnum þar sem hann skaut á fólk af handahófi. Robert Luna, fógeti Los Angeles-sýslu, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að talið væri að Tran hefði ætlað að nota mótorhjólið til að komast undan, ef hann hefði ekki komist að bíl sínum. Við árásina notaðist hann við hálfsjálfvirkt vopn með þrjátíu skota magasíni, en í Bandaríkjunum er þetta vopn skilgreint sem skammbyssa. Ólöglegt er að eiga bæði vopn sem þetta og magasín í Kaliforníu. Tran skaut minnst 42 skotum. Luna sagði að engin tengsl hefðu fundist milli Tran og fórnarlamba hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tran var afvopnaður af 26 ára manni sem varð á vegi hans um tuttugu mínútum eftir árásina. Þá var hann á leið inn í annan danssal í um 5,6 kílómetra fjarlægð frá salnum þar sem hann skaut fólkið. Hann flúði svo á brott en svipti sig lífi með annarri skammbyssu daginn eftir þegar lögreglan stöðvaði hann í umferðinni. Fógetinn sagði einnig á áðurnefndum blaðamannafundi að ekki væri ljóst hve lengi Tran hefði skipulagt árásina. Hann sagði erfitt að skilja af hverju Tran hefði framið ódæðið. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að segja íbúum ekki að morðingi hefði gengið laus á svæðinu en lögreglan varðist allra fregna í margar klukkustundir. Þá sagði lögreglan ekki neitt við almenning eftir að ljóst var að Tran hefði reynt að komast inn í annan danssal. Scott Wiese, lögreglustjóri Monterey Park, sagði að hann hefði ekki verið með nægilega miklar upplýsingar á sínum tíma. Hann sagði að allir lögregluþjónar á svæðinu hefðu verið settir í viðbragðsstöðu en að það hefði líklega lítið hjálpað að vara almenning við. „Ég var ekki að fara að senda lögregluþjóna mína milli húsa til að vekja fólk og segja þeim að við höfum verið að leita að asískum manni í Monterey Park,“ sagði Wiese í viðtali við AP. „Það hefði ekki gert neitt gagn.“ Langflestir íbúar Monterey Park eru af asískum uppruna og þá var mikið af ferðamönnum í bænum vegna áðurnefndra hátíðarhalda.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41 Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34
Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36