Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2023 06:41 Lögregla í Kaliforníu var kölluð út vegna árásarinnar á sveitabýlinu um miðjan dag í gær að staðartíma. AP Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. NBC segir að einn sé alvarlega særður eftir árásirnar. Fram kemur að fjórir hafi verið myrtir á einum árásarstaðnum og þrír á hinum. Hinn 67 ára Zhao Chunli mætti sjálfur á lögreglustöð og gaf sig fram.AP Hin látnu eiga öll að hafa verið kínverskir verkamenn, en lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar. Árásirnar áttu sér stað annars vegar á sveitabýli þar sem verið er að rækta sveppi og hins vegar á lóð vöruflutningafyrirtækis. Meintur árásarmaður að hafa starfað á öðrum staðnum og voru hin látnu samstarfsmenn hans. Í Twitter-færslu lögreglunnar í San Mateo kemur fram að almenningi stafi engin ógn af árásarmanninum lengur enda hafi hann verið handtekinn. Bandarískir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn, hinn 67 ára Zhao Chunli, hafi sjálfur mætt á lögreglustöð og gefið sig fram, um tveimur tímum eftir árásina. Þetta er annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum en á laugardagskvöld banaði eldri karlmaður ellefu manns og særði á annan tug fólks í dansstúdíói í Monterey Park þar sem verið var að fagna áramótum samkvæmt kínverska dagatalinu. Árásarmaðurinn þar svipti sig lífi nokkru eftir árásina. Lögregla greindi frá því á blaðamannafundi í gærkvöldi að meintur árásarmaður á að hafa verið einn að verki og að skotvopn hafi fundist í bíl hans. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segist hafa verið á sjúkrahúsi til að ræða við fólk sem særðist í árásinni í Monterey Park þegar hann hafi fengið upplýsingar um árásina í Half Moon Bay. „Harmleikur á harmleik ofan,“ segir Newsom. At the hospital meeting with victims of a mass shooting when I get pulled away to be briefed about another shooting. This time in Half Moon Bay.Tragedy upon tragedy.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 24, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
NBC segir að einn sé alvarlega særður eftir árásirnar. Fram kemur að fjórir hafi verið myrtir á einum árásarstaðnum og þrír á hinum. Hinn 67 ára Zhao Chunli mætti sjálfur á lögreglustöð og gaf sig fram.AP Hin látnu eiga öll að hafa verið kínverskir verkamenn, en lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar. Árásirnar áttu sér stað annars vegar á sveitabýli þar sem verið er að rækta sveppi og hins vegar á lóð vöruflutningafyrirtækis. Meintur árásarmaður að hafa starfað á öðrum staðnum og voru hin látnu samstarfsmenn hans. Í Twitter-færslu lögreglunnar í San Mateo kemur fram að almenningi stafi engin ógn af árásarmanninum lengur enda hafi hann verið handtekinn. Bandarískir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn, hinn 67 ára Zhao Chunli, hafi sjálfur mætt á lögreglustöð og gefið sig fram, um tveimur tímum eftir árásina. Þetta er annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum en á laugardagskvöld banaði eldri karlmaður ellefu manns og særði á annan tug fólks í dansstúdíói í Monterey Park þar sem verið var að fagna áramótum samkvæmt kínverska dagatalinu. Árásarmaðurinn þar svipti sig lífi nokkru eftir árásina. Lögregla greindi frá því á blaðamannafundi í gærkvöldi að meintur árásarmaður á að hafa verið einn að verki og að skotvopn hafi fundist í bíl hans. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segist hafa verið á sjúkrahúsi til að ræða við fólk sem særðist í árásinni í Monterey Park þegar hann hafi fengið upplýsingar um árásina í Half Moon Bay. „Harmleikur á harmleik ofan,“ segir Newsom. At the hospital meeting with victims of a mass shooting when I get pulled away to be briefed about another shooting. This time in Half Moon Bay.Tragedy upon tragedy.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 24, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“