Enski boltinn

Neyðarleg uppákoma: Fagnaði eins og Ronaldo en markið var dæmt af

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
VAR spillti gleði Sams Surridge.
VAR spillti gleði Sams Surridge. vísir/getty

Ansi neyðarlegt atvik átti sér stað í leik Nottingham Forest og Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

Eftir rúmar tuttugu mínútur skoraði Sam Surridge, framherji Forest, eftir skyndisókn heimamanna. Hann var að vonum ánægður og fagnaði eins og Cristiano Ronaldo og það fyrir framan stuðningsmenn United.

Því miður fyrir Surridge var markið dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun á myndbandi. Hann stóð því eftir ansi vandræðalegur.

Ekki tók betra við fyrir Surridge því United bætti tveimur mörkum við og vann leikinn, 0-3, og er því komið með annan fótinn í úrslitaleik deildabikarsins. Marcus Rashford, Wout Weghorst og Bruno Fernandes skoruðu mörk gestanna frá Manchester.

Hinn 24 ára Surridge kom til Forest frá Stoke City fyrir ári. Hann hefur leikið 41 leik fyrir Forest og skorað ellefu mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.