Skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sinn tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2023 16:42 Frá fundi þeirra í dag. Getty/Abdulhamid Hosbas Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sér tíma í að ákveða að senda Úkraínumönnum þungavopn. Hún átti fund með Olaf Scholz kanslara í Berlín í dag skömmu eftir að hann greindi þýska þinginu frá ákvörðunum sinni um að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu og heimila öðrum þjóðum að gera það einnig. Á sameiginlegum fréttamannafundi Olafs og Katrínar var hún spurð hvort hún óttaðist að þessi ákvörðun Þjóðverja myndi stigmagna stríðið í Úkraínu. „Auðvitað erum við öll með áhyggjur af því hvert framhaldið er í þessu stríði. Það er engin friðsamleg lausn í sjónmáli. Það eru engir slíkir kostir á borðinu sem er auðvitað mjög dapurlegt, og nú hefur stríðið staðið í nærri því ár. Ég tók það líka fram að þessi ákvörðun er tekin að ígrunduðu ráði hjá Þjóðverjum og í nánu samráði við þeirra bandalagsþjóðir, okkar bandalagsþjóðir. Ég skildi það vel að þeir hefðu gefið sér þennan tíma í þessa ákvörðun, því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Olaf Scholz staðfesti á fréttamannafundinum að hann myndi sækja heim leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí. Fundurinn væri að hans mati mjög mikilvægur. Þá var Katrín spurð að því á fundinum hvort Ísland hygðist ganga í Evrópusambandið. Katrín sagði það ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar en ítrekaði mikilvægi sambands Íslands við ríki Evrópu sem hún liti á sem nánustu vini Íslendinga. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Hún átti fund með Olaf Scholz kanslara í Berlín í dag skömmu eftir að hann greindi þýska þinginu frá ákvörðunum sinni um að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu og heimila öðrum þjóðum að gera það einnig. Á sameiginlegum fréttamannafundi Olafs og Katrínar var hún spurð hvort hún óttaðist að þessi ákvörðun Þjóðverja myndi stigmagna stríðið í Úkraínu. „Auðvitað erum við öll með áhyggjur af því hvert framhaldið er í þessu stríði. Það er engin friðsamleg lausn í sjónmáli. Það eru engir slíkir kostir á borðinu sem er auðvitað mjög dapurlegt, og nú hefur stríðið staðið í nærri því ár. Ég tók það líka fram að þessi ákvörðun er tekin að ígrunduðu ráði hjá Þjóðverjum og í nánu samráði við þeirra bandalagsþjóðir, okkar bandalagsþjóðir. Ég skildi það vel að þeir hefðu gefið sér þennan tíma í þessa ákvörðun, því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Olaf Scholz staðfesti á fréttamannafundinum að hann myndi sækja heim leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí. Fundurinn væri að hans mati mjög mikilvægur. Þá var Katrín spurð að því á fundinum hvort Ísland hygðist ganga í Evrópusambandið. Katrín sagði það ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar en ítrekaði mikilvægi sambands Íslands við ríki Evrópu sem hún liti á sem nánustu vini Íslendinga.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira