Enski boltinn

Gylfi á titlalausa markalistanum með Harry Kane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Sigurðsson í baráttunni við Harry Kane í sögulegum leik Íslands og Englands á EM 2016.
Gylfi Sigurðsson í baráttunni við Harry Kane í sögulegum leik Íslands og Englands á EM 2016. Getty/Alex Livesey

Harry Kane er sá leikmaður í fimm bestu deildunum í Evrópu sem hefur skorað flest mörk í öllum keppnum að meðtöldum landsliðsmörkum án þess að vinna titil.

Kane skoraði sitt 319. mark þegar hann tryggði Tottenham sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.

Kane er á sínu tíunda tímabili með Tottenham og hefur skorað 199 mörk í 300 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur einnig skorað 53 mörk í 80 landsleikjum fyrir England.

Tottenham og England hafa aldrei unnið titil með Kane innanborðs. Tottenham varð í öðru sæti í Meistaradeildinni 2019 og í öðru sæti í enska deildabikarnum 2015 og 2021. Enska landsliðið varð í öðru sæti á Evrópumótinu 2020.

Kane er með yfirburðarforystu á listanum en hann hefur skorað 61 marki meira en Ítalinn Antonio Di Natale sem skoraði 258 mörk fyrir Empoli, Udinese og ítalska landsliðið án þess að vinna titil.

Þriðji á listanum er síðan Bosníumaðurinn Vedad Ibišević sem lék lengst af sínum ferli í Þýskalandi. Hann skoraði 184 mörk á sínum ferli fyrir lið og landslið en vann engan titil.

Við Íslendingar eigum fulltrúa á þessum lista en Gylfi Þór Sigurðsson er í áttunda sæti listans með 116 mörk. Gylfi hefur ekki unnið titil á sínum ferli í Englandi og í Þýskalandi þótt að hann sé hluti af íslenska landsliðinu sem náði bestum árangri í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×