Danjuma var búinn að taka ákvörðun um að ganga í raðir Everton á láni frá Villarreal. Í gær bárust fréttir af því að samningurinn yrði undirritaður í dag, þrátt fyrir að Frank Lampard hafi verið rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins.
Þá höfðu einnig borist boð frá öðrum félögum í Danjuma. Hann hafði hins vegar sjálfur tekið þá ákvörðun að ganga í raðir Everton. Danjuma sagðist vita vel hversu slæm staða Everton er í ensku úrvalsdeildinni, en var tilbúinn að taka þeirri áskorun.
Hollendingnum virðist þó hafa snúist hugur og hann er nú sagður á leið til Lundúna frá Liverpool þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Tottenham í kvöld.
Tottenham have offered loan deal for Danjuma, also discussing buy option clause — Spurs feel they can get it done and hijack the deal after Everton agreement. 🚨⚪️ #THFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 24, 2023
Danjuma, travelling to London — after medical and media done with Everton on Saturday/Sunday. pic.twitter.com/C2PnIlGZHo
Eftir tvö ár í herbúðum Bournemouth gekk Danjuma í raðir Villarreal þar sem hann hefur verið síðan árið 2021. Hann hefur leikið 33 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 12 mörk. Þá á þessi 25 ára gamli vængmaður að baki sex leiki fyrir hollenska landsliðið þar sem hann hefur skorað tvö mörk.