„Verður ekki betra en þetta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2023 07:00 Mikel Arteta fagnar. Mark Leech/Getty Images „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. Man United er eina liðið sem hefur unnið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Gestirnir mættu með laskað lið til leiks þar sem Casemiro, einn þeirra albesti leikmaður, var í leikbanni og þá voru þeir Diogo Dalot, Jadon Sancho og Anthony Martial ekki með vegna meiðsla. Það nýtti Arsenal sér og hefndi fyrir tapið á Old Trafford með vægast sagt dramatískum 3-2 sigir þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Arteta var í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Að koma hingað eftir nágrannaslaginn gegn Tottenham Hotspur og spila svona, gegn þessu liði er ótrúlegt. Sérstaklega í seinni hálfleik. Að vinna á þennan hátt gerir þetta enn betra.“ „Ég held að andlega og tilfinningalega séum við mjög yfirvegaðir, en rosalega ákveðnir á sama tíma. Við fórum aldrei yfir um, héldum alltaf trú og héldum áfram að gera sömu hlutian og trúðum alltaf að við gætum náð í sigur.“ Mikel Arteta was loving the late win against United pic.twitter.com/g0an97OZ1E— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 „Við sýndum mikla yfirvegun inn í vítateignum en boltinn vildi ekki inn, sem betur fer gerði hann það í lokin og við náðum að vinna leikinn.“ „Þetta er lið, sérstaklega þegar þeir komast yfir, sem er mjög erfitt að spila gegn. Þeir þurfa ekki mikið til að búa til færi, elska að hafa svæði til að sækja í og refsa grimmilega ef þú nýtir ekki aðgerðirnar þínar á síðasta þriðjungi. En mér fannst við meðhöndla það vel.“ „Það er hægt að tala um þroska og trú en þú þarft samt að sýna gæði og þrautseigju til að halda áfram ásamt því að hafa sjálfstraustið til að gera það. Við fórum með leikinn þangað sem við vildum og ég er mjög ánægður, strákarnir áttu það skilið. Og svo þakka ég áhorfendum því þetta var ótrúlegt kvöld með þeim.“ A sensational start for Arsenal and Mikel Arteta pic.twitter.com/DqAUgV3waX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2023 „Ég tel okkur eiga skilið að vera þar sem við erum út af því hvernig við höfum spilað. Það er samt margt sem við getum gert mun betur. Það er erfitt að vinna leiki í úrvalsdeildinni, munurinn er svo lítill. Öll lið eru vel mönnuð og munu gera þér lífið leitt. Við vitum það og þurfum að undirbúa okkur undir það á hverjum degi.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Man United er eina liðið sem hefur unnið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Gestirnir mættu með laskað lið til leiks þar sem Casemiro, einn þeirra albesti leikmaður, var í leikbanni og þá voru þeir Diogo Dalot, Jadon Sancho og Anthony Martial ekki með vegna meiðsla. Það nýtti Arsenal sér og hefndi fyrir tapið á Old Trafford með vægast sagt dramatískum 3-2 sigir þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Arteta var í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Að koma hingað eftir nágrannaslaginn gegn Tottenham Hotspur og spila svona, gegn þessu liði er ótrúlegt. Sérstaklega í seinni hálfleik. Að vinna á þennan hátt gerir þetta enn betra.“ „Ég held að andlega og tilfinningalega séum við mjög yfirvegaðir, en rosalega ákveðnir á sama tíma. Við fórum aldrei yfir um, héldum alltaf trú og héldum áfram að gera sömu hlutian og trúðum alltaf að við gætum náð í sigur.“ Mikel Arteta was loving the late win against United pic.twitter.com/g0an97OZ1E— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 „Við sýndum mikla yfirvegun inn í vítateignum en boltinn vildi ekki inn, sem betur fer gerði hann það í lokin og við náðum að vinna leikinn.“ „Þetta er lið, sérstaklega þegar þeir komast yfir, sem er mjög erfitt að spila gegn. Þeir þurfa ekki mikið til að búa til færi, elska að hafa svæði til að sækja í og refsa grimmilega ef þú nýtir ekki aðgerðirnar þínar á síðasta þriðjungi. En mér fannst við meðhöndla það vel.“ „Það er hægt að tala um þroska og trú en þú þarft samt að sýna gæði og þrautseigju til að halda áfram ásamt því að hafa sjálfstraustið til að gera það. Við fórum með leikinn þangað sem við vildum og ég er mjög ánægður, strákarnir áttu það skilið. Og svo þakka ég áhorfendum því þetta var ótrúlegt kvöld með þeim.“ A sensational start for Arsenal and Mikel Arteta pic.twitter.com/DqAUgV3waX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2023 „Ég tel okkur eiga skilið að vera þar sem við erum út af því hvernig við höfum spilað. Það er samt margt sem við getum gert mun betur. Það er erfitt að vinna leiki í úrvalsdeildinni, munurinn er svo lítill. Öll lið eru vel mönnuð og munu gera þér lífið leitt. Við vitum það og þurfum að undirbúa okkur undir það á hverjum degi.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira