Vatíkanið opnar rannsókn á 40 ára hvarfi unglingsstúlku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. janúar 2023 15:30 Ítalskur almenningur hefur reglulega krafist þess að rannsókn hefjist að nýju á hvarfi Emanuelu Orlandi sem hvarf í Róm sumarið 1983. Lögreglan í Vatíkaninu hefur nú orðið við þeirri kröfu. Pietro Orlandi, bróðir Emanuelu, er lengst til vinstri á myndinni. Alessandra Benedetti - Getty Images Páfagarður hefur heimilað að rannsókn verði hafin á hvarfi 15 ára stúlku sem hvarf fyrir 40 árum, sumarið 1983. Þetta er talið eitt dularfyllsta mannshvarf í sögu Vatíkansins og margar kenningar benda til tengsla á milli Vatíkansins og Mafíunnar. Emanuela Orlandi var 15 ára þegar hún hvarf, sumarið 1983, á leið heim úr flaututíma. Fjölskylda hennar bjó í Vatíkaninu, þar sem faðir hennar starfaði. Margar kenningar um hvarf Emanuelu Örlög hennar eru á huldu, fjölmargar kenningar hafa verið á reiki um hvað gerðist og fjölskylda hennar hefur í 40 ár barist fyrir því að komast að sannleikanum. Vatíkanið hefur nú samþykkt að rannsókn málsins verði opnuð að nýju, nokkrum mánuðum eftir að fjögurra þátta heimildamynd, The Vatican Girl, um hvarf hennar kom út á Netflix, og örstuttu eftir að hinn íhaldssami páfi Benedikt 16. lést. Miklar hræringar voru á Ítalíu í byrjun 9. áratugarins; Mafían var umsvifamikil, ítalski kommúnistaflokkurinn var sterkasti kommúnistaflokkur Vestur-Evrópu og hinn tyrkneski Ali Agca afplánaði dóm fyrir að reyna að myrða páfa Jóhannes Pál II. Í Róm höfðu glæpasamtökin Banda della Magliana töglin og hagldirnar. Leiðtogi þeirra hét Enrico Renatino De Pedis og hann var með Vatíkanið og fjölmarga stjórnmálamenn í vasanum. Hvarfið talið tengjast undirheimastarfsemi Á einhvern dularfullan hátt tengist hvarf hinnar 15 ára gömlu Emanuela öllum þessum dökku heimum. Ali Agca sagðist alla tíð vita hvað kom fyrir hana, henni hafi jafnvel verið rænt til að fá hann lausan úr fangelsi, ástkona De Pedis kom fram eftir að hann var myrtur og sagði hann hafa rænt henni og afhent hana presti sem hefði farið með hana í Vatíkanið. Kenningar þessu tengdar ganga út á að Emanuela hafi átt að vera skiptimynt vegna viðskipta Mafíunnar við banka Vatíkansins. Páfagarður hafi tekið peninga Mafíunnar í bankanum og notað þá til að styðja baráttu Samstöðu við kommúnismann í Póllandi þaðan sem Jóhannes Páll páfi var. Mafían hafi viljað fá þá peninga aftur og notað Emanuelu sem skiptimynt. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og því hafi hún verið myrt. Nýtt vitni segir hana fórnarlamb kynferðisofbeldis í Vatíkaninu Nýjustu upplýsingarnar koma frá skólasystur Emanuelu sem kemur fram í heimildamyndinni. Hún segir að Emanuela hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af presti í Vatíkaninu. Hún telur að þar sé að finna lykilinn að hvarfi hennar. Fjölmargar aðrar kenningar hafa komið fram á þessum 40 árum. En engin svör. Lögfræðingur fjölskyldu Emanuelu segist sannfærð um að svarið sé að finna í Vatíkaninu. Þögn þess hafi verið ærandi í gegnum árin, en að nú eygi fjölskyldan von um að komast að sannleikanum. Ítalía Páfagarður Erlend sakamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Emanuela Orlandi var 15 ára þegar hún hvarf, sumarið 1983, á leið heim úr flaututíma. Fjölskylda hennar bjó í Vatíkaninu, þar sem faðir hennar starfaði. Margar kenningar um hvarf Emanuelu Örlög hennar eru á huldu, fjölmargar kenningar hafa verið á reiki um hvað gerðist og fjölskylda hennar hefur í 40 ár barist fyrir því að komast að sannleikanum. Vatíkanið hefur nú samþykkt að rannsókn málsins verði opnuð að nýju, nokkrum mánuðum eftir að fjögurra þátta heimildamynd, The Vatican Girl, um hvarf hennar kom út á Netflix, og örstuttu eftir að hinn íhaldssami páfi Benedikt 16. lést. Miklar hræringar voru á Ítalíu í byrjun 9. áratugarins; Mafían var umsvifamikil, ítalski kommúnistaflokkurinn var sterkasti kommúnistaflokkur Vestur-Evrópu og hinn tyrkneski Ali Agca afplánaði dóm fyrir að reyna að myrða páfa Jóhannes Pál II. Í Róm höfðu glæpasamtökin Banda della Magliana töglin og hagldirnar. Leiðtogi þeirra hét Enrico Renatino De Pedis og hann var með Vatíkanið og fjölmarga stjórnmálamenn í vasanum. Hvarfið talið tengjast undirheimastarfsemi Á einhvern dularfullan hátt tengist hvarf hinnar 15 ára gömlu Emanuela öllum þessum dökku heimum. Ali Agca sagðist alla tíð vita hvað kom fyrir hana, henni hafi jafnvel verið rænt til að fá hann lausan úr fangelsi, ástkona De Pedis kom fram eftir að hann var myrtur og sagði hann hafa rænt henni og afhent hana presti sem hefði farið með hana í Vatíkanið. Kenningar þessu tengdar ganga út á að Emanuela hafi átt að vera skiptimynt vegna viðskipta Mafíunnar við banka Vatíkansins. Páfagarður hafi tekið peninga Mafíunnar í bankanum og notað þá til að styðja baráttu Samstöðu við kommúnismann í Póllandi þaðan sem Jóhannes Páll páfi var. Mafían hafi viljað fá þá peninga aftur og notað Emanuelu sem skiptimynt. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og því hafi hún verið myrt. Nýtt vitni segir hana fórnarlamb kynferðisofbeldis í Vatíkaninu Nýjustu upplýsingarnar koma frá skólasystur Emanuelu sem kemur fram í heimildamyndinni. Hún segir að Emanuela hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af presti í Vatíkaninu. Hún telur að þar sé að finna lykilinn að hvarfi hennar. Fjölmargar aðrar kenningar hafa komið fram á þessum 40 árum. En engin svör. Lögfræðingur fjölskyldu Emanuelu segist sannfærð um að svarið sé að finna í Vatíkaninu. Þögn þess hafi verið ærandi í gegnum árin, en að nú eygi fjölskyldan von um að komast að sannleikanum.
Ítalía Páfagarður Erlend sakamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira