Íslenski boltinn

Adam hafði val og valdi Val

Sindri Sverrisson skrifar
Adam Ægir Pálsson valdi að klæðast Valsfatnaði.
Adam Ægir Pálsson valdi að klæðast Valsfatnaði. Twitter/@Adampalss

Adam Ægir Pálsson, stoðsendingakóngur síðustu leiktíðar í Bestu deildinni í fótbolta, er genginn í raðir Vals eftir að hafa síðast verið samningsbundinn Víkingum.

Adam greindi frá vistaskiptum sínum með myndbandi á Twitter þar sem hann sést með þrjár derhúfur fyrir framan sig, merktar FH, Val og Víkingi, og ákveður svo að setja Valsderhúfuna á sig áður en hann sýpur af rauðvínsglasi. „Ég hafði val og ég valdi Val,“ skrifar hann.

Adam Ægir er 24 ára gamall og lék sem lánsmaður með Keflavík á síðustu leiktíð. Hann hefur alls leikið 44 leiki í efstu deild og skorað í þeim átta mörk.

Valur tilkynnti svo, eftir tilkynningu Adams, að félagið hefði keypt hann frá Víkingi og gert við hann samning til þriggja ára.

Hjá Val mun Adam leika undir stjórn Arnars Grétarssonar og aðstoðarþjálfarans Sigurðar Höskuldssonar sem tóku við þjálfun liðsins eftir síðasta tímabil. 

Valsmenn hafa einnig fengið til sín í vetur miðvörðinn Elfar Frey Helgason frá Breiðabliki og miðjumanninn Kristin Frey Sigurðsson sem sneri aftur frá FH.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.