Adam Ægir stoðsendingakóngur: Ég þarf ekki að fá þessa fjórtándu ef ég vinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 09:01 Adam Ægir Pálsson fagnar marki í Bestu deild karla í sumar. Vísir/Hulda Margrét Adam Ægir Pálsson er stoðsendingakóngur Bestu deildar karla samkvæmt því sem Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út þrátt fyrir að vafi leiki á sigurstoðsendingunni hans. Adam Ægir mætti til Guðjóns Guðmundssonar í gær og þeir skoðuðu saman hina umdeildu fjórtándu stoðsendingu. „Eins og þú sérð hérna þá held ég að það ætti alltaf að telja því það hafa nokkrar svona stoðsendingar talið í sumar,“ sagði Adam Ægir Pálsson. Undirritaður vill gera athugasemd við þessa yfirlýsingu Adams Ægis sem er röng. Leyfi KSÍ þessari stoðsendingu að standa þá verður hún sú eina í sumar sem leyfir mótherja að sparka í boltann áður en hún berst til markaskorara. Guðjón sagði við Adam að hann hefði fengið það staðfest að Adam Ægir væri stoðsendingakóngur deildarinnar en það væri enn óvissa með þá fjórtándu. Sáttur með báðar niðurstöður „Ef ég vinn þá er ég sáttur. Ég þarf ekki að fá þessa fjórtándu ef ég vinn þetta. Ég er sáttur með báðar niðurstöður,“ sagði Adam Ægir. S2 Sport Adam Ægir skoraði sjö mörk auk allra stoðsendinganna og átti því mjög flott tímabil. Hvað gerir það að verkum að hann spilar svona vel í sumar? „Þú hefur örugglega heyrt þetta áður en aukaæfingin. Margir tala um hana en ég er mjög ánægður með sjálfan mig hvað ég æfi mikið, hvað ég legg mikinn metnað í þetta og fórna miklu. Þetta er byrjunin á því,“ sagði Adam Ægir. Adam kom til Keflavíkur á láni frá Víkingum. Hann fékk mikið traust hjá þjálfara Keflavíkur Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. „Já klárlega. Ég þekkti Sigga fyrir því hann var að þjálfa mig 2020 hjá Keflavík. Hann setti mikið traust á mig með því að leyfa mér að spila allar þessar mínútur og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Adam Ægir. Allir vinirnir eru í Víkingi Hann snýr nú aftur til Víkinga eftir lánið. „Ég er bara mjög spenntur fyrir því, Mér leið mjög vel í Víkinni áður en ég fór í Keflavík og upprunalega þá fór ég bara til þess að fá að spila og líka mér líður mjög vel í Keflavík,“ sagði Adam Ægir. S2 Sport „Ég á mjög góðar minningar úr Víkinni, vann tvöfalt í fyrra með Víking og allir vinirnir mínir eru þar,“ sagði Adam en hefur hann rætt við Arnar Gunnlaugsson. þjálfara Víkings um framhaldið. „Já við höfum verið í sambandi hingað og þangað en svo kemur bara í ljós hvað gerist. Hann sendi á mig um daginn þar sem hann óskaði mér til hamingju með frábært tímabil og að hann væri stoltur af mér. Ég kann virkilega mikið að meta það og gott að sjá að hann sé að fylgjast með mér,“ sagði Adam. Ef þú spilar vel á Íslandi þá er alltaf einhver áhugi á þér Atvinnumennskan hlýtur að kitla en er eitthvað að gerast þar? „Já það er alltaf einhver áhugi. Ef þú spilar vel á Íslandi þá er alltaf einhver áhugi á þér. Ég er mjög stoltur af því hvað ég afrekaði í sumar og það fylgir því einhver áhugi. Það er bara mjöga gaman en maður veit ekkert hvað gerist fyrr en það er komið á blað. Eins og ég segi þá mæti ég á æfingu hjá Víkingi þegar ég á að mæta,“ sagði Adam. Ég vill sjá mig spila Hvar vill Adam sjá sjálfan sig á næsta ári? „Góð spurning. Ég vill alla vega sjá mig spila það er nokkuð ljóst. Þar sem ég verð þá verð ég að spila,“ sagði Adam en var hann betri í sumar en hann reiknaði með. „Nei, klárlega ekki. Ég veit alveg hvað ég get og ég hef alltaf vitað það. Þetta var bara tíminn minn til að sýna það loksins ,“ sagði Adam sem finnst jafnvel að hann hefði getað gert meira. Ég get alltaf meira „Ég byrjaði sumarið smá rólega og svo kláraði ég þetta mjög vel. Mér finnst ég alltaf geta gert betur, æft meira, leggja upp meira og skora meira. Ég skoraði tvö á móti Leikni um daginn og var samt ósáttur að skora ekki þriðja. Eins og ég segi ég get alltaf meira,“ sagði Adam. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Adam Ægir: Eins og ég segi þá ég get alltaf meira Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Adam Ægir mætti til Guðjóns Guðmundssonar í gær og þeir skoðuðu saman hina umdeildu fjórtándu stoðsendingu. „Eins og þú sérð hérna þá held ég að það ætti alltaf að telja því það hafa nokkrar svona stoðsendingar talið í sumar,“ sagði Adam Ægir Pálsson. Undirritaður vill gera athugasemd við þessa yfirlýsingu Adams Ægis sem er röng. Leyfi KSÍ þessari stoðsendingu að standa þá verður hún sú eina í sumar sem leyfir mótherja að sparka í boltann áður en hún berst til markaskorara. Guðjón sagði við Adam að hann hefði fengið það staðfest að Adam Ægir væri stoðsendingakóngur deildarinnar en það væri enn óvissa með þá fjórtándu. Sáttur með báðar niðurstöður „Ef ég vinn þá er ég sáttur. Ég þarf ekki að fá þessa fjórtándu ef ég vinn þetta. Ég er sáttur með báðar niðurstöður,“ sagði Adam Ægir. S2 Sport Adam Ægir skoraði sjö mörk auk allra stoðsendinganna og átti því mjög flott tímabil. Hvað gerir það að verkum að hann spilar svona vel í sumar? „Þú hefur örugglega heyrt þetta áður en aukaæfingin. Margir tala um hana en ég er mjög ánægður með sjálfan mig hvað ég æfi mikið, hvað ég legg mikinn metnað í þetta og fórna miklu. Þetta er byrjunin á því,“ sagði Adam Ægir. Adam kom til Keflavíkur á láni frá Víkingum. Hann fékk mikið traust hjá þjálfara Keflavíkur Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. „Já klárlega. Ég þekkti Sigga fyrir því hann var að þjálfa mig 2020 hjá Keflavík. Hann setti mikið traust á mig með því að leyfa mér að spila allar þessar mínútur og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Adam Ægir. Allir vinirnir eru í Víkingi Hann snýr nú aftur til Víkinga eftir lánið. „Ég er bara mjög spenntur fyrir því, Mér leið mjög vel í Víkinni áður en ég fór í Keflavík og upprunalega þá fór ég bara til þess að fá að spila og líka mér líður mjög vel í Keflavík,“ sagði Adam Ægir. S2 Sport „Ég á mjög góðar minningar úr Víkinni, vann tvöfalt í fyrra með Víking og allir vinirnir mínir eru þar,“ sagði Adam en hefur hann rætt við Arnar Gunnlaugsson. þjálfara Víkings um framhaldið. „Já við höfum verið í sambandi hingað og þangað en svo kemur bara í ljós hvað gerist. Hann sendi á mig um daginn þar sem hann óskaði mér til hamingju með frábært tímabil og að hann væri stoltur af mér. Ég kann virkilega mikið að meta það og gott að sjá að hann sé að fylgjast með mér,“ sagði Adam. Ef þú spilar vel á Íslandi þá er alltaf einhver áhugi á þér Atvinnumennskan hlýtur að kitla en er eitthvað að gerast þar? „Já það er alltaf einhver áhugi. Ef þú spilar vel á Íslandi þá er alltaf einhver áhugi á þér. Ég er mjög stoltur af því hvað ég afrekaði í sumar og það fylgir því einhver áhugi. Það er bara mjöga gaman en maður veit ekkert hvað gerist fyrr en það er komið á blað. Eins og ég segi þá mæti ég á æfingu hjá Víkingi þegar ég á að mæta,“ sagði Adam. Ég vill sjá mig spila Hvar vill Adam sjá sjálfan sig á næsta ári? „Góð spurning. Ég vill alla vega sjá mig spila það er nokkuð ljóst. Þar sem ég verð þá verð ég að spila,“ sagði Adam en var hann betri í sumar en hann reiknaði með. „Nei, klárlega ekki. Ég veit alveg hvað ég get og ég hef alltaf vitað það. Þetta var bara tíminn minn til að sýna það loksins ,“ sagði Adam sem finnst jafnvel að hann hefði getað gert meira. Ég get alltaf meira „Ég byrjaði sumarið smá rólega og svo kláraði ég þetta mjög vel. Mér finnst ég alltaf geta gert betur, æft meira, leggja upp meira og skora meira. Ég skoraði tvö á móti Leikni um daginn og var samt ósáttur að skora ekki þriðja. Eins og ég segi ég get alltaf meira,“ sagði Adam. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Adam Ægir: Eins og ég segi þá ég get alltaf meira
Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó