Veður

Al­manna­varnir og Veður­stofan taka stöðuna í fyrra­málið

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Gular viðvaranir gilda um allt land frá föstudegi til laugardags.
Gular viðvaranir gilda um allt land frá föstudegi til laugardags. Veðurstofa Íslands

Búist er við asahláku, flughálku og gulum viðvörunum víða um land á morgun og fram á laugardag. Upplýsingar liggja nú fyrir um mögulegar veglokanir hjá Vegagerðinni. Þá eru Almannavarnir í viðbragðsstöðu.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að búast megi við lokuðum vegum og lélegri færð víða um land.

Tilkynningu vega gerðarinnar má lesa hér neðar.

Þá verður haldinn samráðsfundur milli Almannavarna og Veðurstofu Íslands klukkan tíu í fyrramálið þar sem farið verður yfir stöðu mála. Almannavarnir verða jafnframt á vaktinni, vara við hálku og minna á að huga að niðurföllum svo vatn komist sína leið.

Tilkynning Vegagerðarinnar 

Búast má við að vegurinn frá Vík austur að Lómagnúp lokist eftir að þjónustu líkur í kvöld (kl. 21:30). Búast má við að akstursskilyrði verði erfið í fyrramálið vegna ófærðar.

Á Hellisheiði. Í Þrengslum, á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði gæti færð spillst og og vegir lokað um tíma á bilinu 05:00 – 10:00 í fyrramálið og einnig verður mjög hvasst undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi frá 05:00 – 9:00.

Snæfellsnes: Í fyrramálið verður vonskuveður á Snæfellsnesi jafnvel óveður með talsverðri úrkomu, sér í lagi norðanmegin. Hlýnar og getur orðið flughált um tíma. Gengur niður er líður að hádegi en verður áfram hvasst og með úrkomu.

Brattabrekka og Holtavörðuheiði: Búast má við slæmu ferðaveðri jafnvel óveðri í fyrramálið með skafrenning/snjókomu og svo rigningu

Sunnanverðir Vestfirðir: Talsverð snjókoma í nótt og vindur og geta fjallvegir orðið ófærir í fyrramálið. Fer að ganga niður er dregur að hádegi og fer að rigna.

Frekari upplýsingar frá Vegagerðinni má sjá með því að smella hér



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×