Veður

Norð­læg átt og frost að fimm­tán stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með hægari vindur og minnkandi éljagangur á morgun.
Reikna má með hægari vindur og minnkandi éljagangur á morgun. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt á landinu í dag, allhvassri eða hvassri um landið austanvert en annars hægari.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði éljagangur fyrir norðan og austan, en léttskýjað sunnan- og vestantil.

„Allvíða vægt frost við ströndina, en allt niður í 15 stig inn til landsins. Líklegt er að það gæti orðið á Suðurlandi.

Hægari vindur og minnkandi éljagangur á morgun, en herðir frost, einkum inn til landsins,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðvestan 8-13 m/s austast, en annars hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og dálítil él við norður- og austurströndina, en annars bjart og þurrt. Frost 3 til 15 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og þurrt fframan af degi en dálítil snjókoma um landið vestanvert undir kvöld. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðaustantil.

Á föstudag: Gengur í sunnan og suðaustan 10-18 m/s með slyddu og síðar rigningu, en þurrt norðaustanlands framan af degi. Hlýnar í bili.

Á laugardag: Hvöss sunnanátt og rigning í fyrstu, en síðan hægari suðvestanátt og éljagangur um landið vestanvert. Kólnandi veður.

Á sunnudag: Suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri eystra. Frost 0 til 5 stig.

Á mánudag: Útlit fyrir áframhaldandi suðvestanátt en minnkandi éljum. Heldur kaldara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×