Erlent

Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úkraínskur hermaður prófar riffil sinn.
Úkraínskur hermaður prófar riffil sinn. AP Photo/Evgeniy Maloletka

Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás.

Rússar sögðu að árásin hafi verið gerð í borginni Kramatorsk sem er í grennd við Bakhmut og að hún hafi verið gerð til að hefna fyrir árás Úkraínumanna á nýársdag þar sem tugir ef ekki hundruð rússneskra hermanna lágu í valnum eftir árás á skólabyggingu sem Rússar höfðu lagt undir sig.

Úkraínuher segir hinsvegar ekkert hæft í þessari fullyrðingum Rússa og hafna því einfaldlega að mannfall hafi orðið í árásinni sem gerð var á skólabyggingar í Kramatorsk.

Fréttamenn Reuters fóru einnig að skólabyggingunum og fundu þar engin merki um manntjón eða raunar merki um að einhver hafi verið í húsunum sem eldflaugar höfðu lent á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×