Gular viðvaranir og óvissustig víða Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 09:24 Von er á vonskuveðri á Vestfjörðum í dag og fram á morgun. Stöð 2/Egill Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Klukkan 10 tekur gul viðvörun einnig gildi á Breiðafirði. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á fjölda vega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Gul viðvörun tók gildi fyrir Norðurland eystra klukkan 05 í morgun og verður í gildi til klukkan 22. Þar er allhvöss norðanátt og talsverð ofankoma. Líklegt er að færð spillist, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Klukkan 07 tók gul viðvörun gildi á Vestfjörðum þar sem gert er ráð norðaustan og norðan 15 til 25 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi, einkum norðantil. Ekkert ferðaveður verður til klukkan 11 í fyrramálið þegar gildistíma viðvaraninnar lýkur. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tók gul viðvörun gildi klukkan 08 og gildir til klukkan 11 í fyrramálið. Norðaustan og norðan 15 til 23 metrum er spáð með snjókomu og skafrenningi. Líklegt er að færð spillist og erfitt ferðaveður verður. Vegum jafnvel lokað Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að í dag megi búast við að vegir á Vestfjörðum og um norðan og vestanvert landið verði á óvissustigi, og þeim jafnvel lokað vegna veðurs og ófærðar. Á Vesturlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Holtavörðuheiði, Brattabrekka, Svínadalur, Fróðhárheiði og Vatnaleið. Þæfingsfærð er á Vatnaleið og um Eyrarsveit. Ófært er um Staðarsveit og Útnesveg. Á Vestfjörðum verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Steingrímsfjarðarheiði, Djúp, Þröskuldar, Klettsháls, Hálfdán, Miklidalur og Kleifaheiði. Ófært er á Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp. Flughált er í Steingrímsfirði. Á Norðurlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Siglufjarðarvegur og Þverárfjall. Hálka og hálkublettir víða en snjóþekja eða krapi á nokkrum leiðum. Flughált er á Þverárfjalli og milli Sauðárkróks og Hofsóss. Færð á vegum Veður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira
Gul viðvörun tók gildi fyrir Norðurland eystra klukkan 05 í morgun og verður í gildi til klukkan 22. Þar er allhvöss norðanátt og talsverð ofankoma. Líklegt er að færð spillist, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Klukkan 07 tók gul viðvörun gildi á Vestfjörðum þar sem gert er ráð norðaustan og norðan 15 til 25 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi, einkum norðantil. Ekkert ferðaveður verður til klukkan 11 í fyrramálið þegar gildistíma viðvaraninnar lýkur. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tók gul viðvörun gildi klukkan 08 og gildir til klukkan 11 í fyrramálið. Norðaustan og norðan 15 til 23 metrum er spáð með snjókomu og skafrenningi. Líklegt er að færð spillist og erfitt ferðaveður verður. Vegum jafnvel lokað Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að í dag megi búast við að vegir á Vestfjörðum og um norðan og vestanvert landið verði á óvissustigi, og þeim jafnvel lokað vegna veðurs og ófærðar. Á Vesturlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Holtavörðuheiði, Brattabrekka, Svínadalur, Fróðhárheiði og Vatnaleið. Þæfingsfærð er á Vatnaleið og um Eyrarsveit. Ófært er um Staðarsveit og Útnesveg. Á Vestfjörðum verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Steingrímsfjarðarheiði, Djúp, Þröskuldar, Klettsháls, Hálfdán, Miklidalur og Kleifaheiði. Ófært er á Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp. Flughált er í Steingrímsfirði. Á Norðurlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Siglufjarðarvegur og Þverárfjall. Hálka og hálkublettir víða en snjóþekja eða krapi á nokkrum leiðum. Flughált er á Þverárfjalli og milli Sauðárkróks og Hofsóss.
Færð á vegum Veður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira