Veður

„Varasamt ferðaveður“ í dag

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hiti verður áfram í kringum frostmark á vestanverðu landinu.
Hiti verður áfram í kringum frostmark á vestanverðu landinu. vísir/vilhelm

Í dag er spáð allhvassri eða hvassri norðaustanátt og éljagangi á norðvestanverðu landinu. Varasamt ferðaveður og líkur á að færð spillist þar. Þá á að hvessa enn frekar á morgun, sunnudag, og eru gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar

Næsta sólarhringinn er spáð norðaustan 10-15 m/s og él norðvestantil, en annars hægari norðlæg átt og smá él. Norðaustan 10-18 m/s og éljagangur síðdegis, hvassast norðvestantil og einnig allra syðst í fyrst, en úrkomulítið sunnan heiða. Smám saman hlýnandi veður.

Norðan 15-23 m/s á vestanverðu landinu á morgun, hvassast á Vestfjörðum og Ströndum, en annars norðaustan 8-13. Snjókoma á norðanverðu landinu, en slydda eða rigning úti við ströndina til Austfjarða. Skýjað með köflum og skafrenningur eða dálítil él í öðrum landshlutum. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur næstu daga

Á sunnudag:

Norðan- og norðaustan 13-20 m/s og snjókoma á norðanverðu landinu, hvassast á Vestfjörðum, en sums staðar slydda eða jafnvel rigning við ströndina og á Austfjörðum. Yfirleitt hægara og bjart með köflum syðra. Hiti kringum frostmark.

Á mánudag:

Norðvestan 10-18 m/s og snjókoma, en rigning eða slydda við norðausturströndina. Þurrt sunnan heiða og kólnar heldur í veðri.

Á þriðjudag:

Norðlæg átt, víða 8-13 m/s og él um landið norðanvert, en annars bjart með köflum og yfirleitt vægt frost.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:

Áframhaldandi norðanáttir með éljum og kólnandi veðri, en yfirleitt bjartviðri sunnantil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×