Veður

Hægur vindur víðast hvar og frost að tólf stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Fólk á gönguskíðum á Hvaleyrarvatni.
Fólk á gönguskíðum á Hvaleyrarvatni. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir fremur hægum vindi af landi víðast hvar. Á Vestfjörðum og með suðausturströndinni verður hins vegar austlæg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að útlit sé fyrir dálítil él, einkum við sjóinn, en þurrt að kalla og lengst af bjartviðri suðvestantil.

Seinni partinn kemur úrkomubakki að austurlandi með snjókomu austan- og suðaustanlands.

Frost verður á bilinu núll til tólf stig, kaldast inn til landsins.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðlæg átt 5-13 m/s og stöku él, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. Frost 3 til 10 stig.

Á laugardag: Norðaustan 10-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum og með suðausturströndinni. Slydda eða snjókoma með köflum, en þurrt fram eftir degi á Norðausturlandi. Hlýnandi veður, hiti um frostmark síðdegis.

Á sunnudag: Norðaustan 10-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Slydda eða rigning, en snjókoma norðvestantil. Hiti kringum frostmark.

Á mánudag: Norðlæg átt og snjókoma eða slydda, en þurrt að kalla sunnan heiða. Kólnandi.

Á þriðjudag: Norðaustlæg átt með snjókomu eða él. Hiti um frostmark.

Á miðvikudag: Útlit fyrir norðlæga átt og él, en þurrt að kalla sunnantil. Kólnar í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×