Veður

Gular við­varanir suð­vestan­lands vegna vinds og snjó­komu

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun.
Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun.

Viðvaranirnar ná yfir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð. Útlit er fyrir suðaustanátt og snjókoma í nótt sem gæti leitt til erfiðara akstursskilyrða.

Höfuðborgarsvæðið: 16. des. kl. 23:59–17. des. kl. 10:00

  • Suðaustan átt og snjókoma. Útlit fyrir suðaustanátt og snjókoma í nótt. Gæti leitt til erfiðara akstursskilyrða.

Suðurland : 16 . des. kl. 22:00–17 . des. kl. 11:00

  • Suðaustan átt og snjókoma. Suðaustan 10-15 m/s með snjókomu, einkum vestantil, og talsverð snjókoma á köflum. Einnig má búast við skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum.

Faxaflói : 16 . des. kl. 22:00–17 . des. kl. 12:00

  • Suðaustan átt og snjókoma. Suðaustan 10-15 m/s með snjókomu, talsverð snjókoma á köflum. Einnig má búast við skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum.

Breiðafjörður : 16 . des. kl. 21:00–17 . des. kl. 22:00

  • Suðaustan og austan átt og snjókoma: Suðaustan og austan 10-15 m/s með snjókomu, talsverð snjókoma á köflum. Einnig má búast við skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×