Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2022 18:04 Patriot loftvarnarkerfið er í notkun víða um heim og er sagt sérstaklega gott í að skjóta niður stýri- og eldflaugar. Raytheon Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið beðið um þetta kerfi vegna ítrekaðra árása Rússa á orkuver og dreifikerfi ríkisins, auk annarra skotmarka. Betri loftvarnir hafa verið í forgangi bakhjarla Úkraínu en Patriot-kerfi myndi marka mikla getuaukningu fyrir Úkraínumenn. Samkvæmt heimildum CNN gæti undirbúningi fyrir afhendingu loftvarnarkerfisins lokið í vikunni. Í kjölfar þess þyrftu Biden og Lloyd Austrin, varnarmálaráðherra, veita sendingunni blessun sína. Þá þarf að þjálfa úkraínska hermenn í notkun kerfisins. Öfugt við önnur skammdrægari loftvarnarkerfi þarf umtalsverðan fjölda manna til að starfrækja Patriot-loftvarnarkerfið. Við hefðbundnar aðstæður tæki það minnst nokkra mánuði að þjálfa þá tugi hermanna sem þarf. Þjálfunin mun fara fram í Þýskalandi. Ekki vitað hve mörg kerfi verða send Samkvæmt CNN liggur ekki fyrir hvort til standi að senda fleiri en eitt kerfi til Úkraínu. Eitt slíkt inniheldur ratsjá sem greinir skotmörk á lofti og fylgir þeim eftir. Þessi ratsjá kallast „Phased array tracking radar to intercept on target“ eða PATRIOT. Kerfinu fylgir einnig ljósavél, umfangsmikill tölvubúnaður, stjórnstöð og allt að átta skotpallar með fjórum flugskeytum. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum. Það er vegna þess að kerfið hefur burði til að granda skotmörkum í mikilli fjarlægð, mikilli hæð og á miklum hraða. Bandaríkjamenn hafa sent nokkur kerfi til ríkja í Austur-Evrópu eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu og ráðamenn þessara ríkja, eins og Póllands, hafa sent eldri loftvarnarkerfi sín til Úkraínu. Patriot hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Áhugasamir geta kynnt sér Patriot-kerfið betur hér á vef Raytheon og í myndböndunum hér að neðan. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður NATO Tengdar fréttir Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04 Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið beðið um þetta kerfi vegna ítrekaðra árása Rússa á orkuver og dreifikerfi ríkisins, auk annarra skotmarka. Betri loftvarnir hafa verið í forgangi bakhjarla Úkraínu en Patriot-kerfi myndi marka mikla getuaukningu fyrir Úkraínumenn. Samkvæmt heimildum CNN gæti undirbúningi fyrir afhendingu loftvarnarkerfisins lokið í vikunni. Í kjölfar þess þyrftu Biden og Lloyd Austrin, varnarmálaráðherra, veita sendingunni blessun sína. Þá þarf að þjálfa úkraínska hermenn í notkun kerfisins. Öfugt við önnur skammdrægari loftvarnarkerfi þarf umtalsverðan fjölda manna til að starfrækja Patriot-loftvarnarkerfið. Við hefðbundnar aðstæður tæki það minnst nokkra mánuði að þjálfa þá tugi hermanna sem þarf. Þjálfunin mun fara fram í Þýskalandi. Ekki vitað hve mörg kerfi verða send Samkvæmt CNN liggur ekki fyrir hvort til standi að senda fleiri en eitt kerfi til Úkraínu. Eitt slíkt inniheldur ratsjá sem greinir skotmörk á lofti og fylgir þeim eftir. Þessi ratsjá kallast „Phased array tracking radar to intercept on target“ eða PATRIOT. Kerfinu fylgir einnig ljósavél, umfangsmikill tölvubúnaður, stjórnstöð og allt að átta skotpallar með fjórum flugskeytum. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum. Það er vegna þess að kerfið hefur burði til að granda skotmörkum í mikilli fjarlægð, mikilli hæð og á miklum hraða. Bandaríkjamenn hafa sent nokkur kerfi til ríkja í Austur-Evrópu eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu og ráðamenn þessara ríkja, eins og Póllands, hafa sent eldri loftvarnarkerfi sín til Úkraínu. Patriot hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Áhugasamir geta kynnt sér Patriot-kerfið betur hér á vef Raytheon og í myndböndunum hér að neðan.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður NATO Tengdar fréttir Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04 Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04
Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02
Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07