Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2022 23:41 Rússneskir hermenn að skjóta úr fallbyssu í Úkraínu í sumar. EPA/ALESSANDRO GUERRA Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Þar kom einnig fram að Bandaríkjamenn telja Rússa hafa leitað til ríkisstjórna Írans og Norður-Kóreu eftir fleiri sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið. Sérfræðingar ráðuneytisins telja, samkvæmt frétt Reuters, að Rússar muni byrja að lenda í vandræðum í byrjun næsta árs, fái þeir ekki skotfæri annarsstaðar frá. Mögulegt væri að þeir gætu einnig notað enn eldri skotfæri en það felur í sér ákveðna áhættu. Meiri líkur séu á því að þær sprengikúlur springi ekki þegar þær lenda. Rússar hafa fengið ódýra en skilvirka sjálfsprengidróna frá Íran. Þeir eru einnig sagðir vilja frá mikið magn stýriflauga frá Íran og hafa boðið ráðamönnum þar umfangsmikla hernaðaraðstoð og annarskonar stuðning í staðinn, samkvæmt yfirvöldum í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Stórskotalið mjög mikilvægt Stórskotalið hefur reynst gífurlega mikilvægt í átökunum í Úkraínu og skjóta báðar fylkingar tugum þúsunda skota í hverjum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi á fundi G-7 ríkjanna svokölluðu í dag að Rússar hefðu enn yfirburði gegn Úkraínumönnum þegar kæmi að stórskotaliði og eldflaugum og stýriflaugum. Ríkisstjórnir Vesturlanda hafa beðið vopnaframleiðendur um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslugetu á vopnum og skotfærum. Sjá einnig: Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Bandaríkjamenn hafa einir sent rúmlega milljón sprengikúlur til Úkraínu. Þá eru ekki talin með þau skotfæri sem aðrir bakhjarlar Úkraínu hafa sent. Skotfærasendingar til Úkraínu hafa komið niður á birgðum ríkja Atlantshafsbandalagsins. Bæði Rússar og Úkraínumenn skjóta tugum þúsunda skota í hverjum mánuði.EPA/ALESSANDRO GUERRA Þá tilkynntu Bandaríkjamenn nýverið að þar stæði til að margfalda framleiðslugetu á skotfærum fyrir stórskotalið á næstu árum. Meðal annars stæði til að þrefalda framleiðslugetuna þegar kæmi að 155 millimetra sprengikúlum, sem er hefðbundin hlaupvídd stórskotaliðs NATO. Það myndi auka framleiðslugetu á 155 mm skotum í Bandaríkjunum úr um fjórtán þúsund skotum á mánuði í um fjörutíu þúsund árið 2025. Til samanburðar er áætlað að Úkraínumenn noti minnst níutíu þúsund sprengikúlur og eldflaugar í hverjum mánuði. Rússar hafa líklega verið að nota enn meira en það. Selenskí kallaði eftir frekari vopnasendingum til Úkraínu og bað, samkvæmt AP fréttaveitunni, sérstaklega um langdrægari eldflaugar, nútíma skriðdreka, stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi til að verjast stýriflauga og drónaárásum Rússa. Þær árásir hafa valdið miklum skaða á raforku- og dreifikerfi Úkraínu á undanförnum vikum. Forsvarsmenn Evrópusambandsins tilkynntu í dag tveggja milljarða evra aðstoðarpakka til Úkraínu. Sagði Rússum að fara fyrir jól Í ávarpi sínu kallaði Selenskí einnig eftir því, að Rússar hörfuðu út fyrir alþjóðlega viðurkennd landamæri Úkraínu og það fyrir jól. Eftir það væri hægt að ræða langvarandi friðarsamkomulag. Rússar hafa lýst yfir ólöglegri innlimun á fjórum héruðum Úkraínu, að Krímskaga ónefndum, og gert breytingar á stjórnarskrá Rússlands um að þau héruð tilheyri Rússlandi. Það er þrátt fyrir að Rússar hafi ekki fulla stjórn á neinu þessara héraða og hafi ekki sótt fram gegn Úkraínumönnum svo máli skiptir í nokkra mánuði. Selenskí sagði að svar Rússa við þessu ákalli sínu myndu sína fram á hvort Rússar hefðu nokkurn áhuga á friði. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku undir það og sögðu að Rússar gætu strax bundið enda á stríðið með því að hörfa frá Úkraínu. Þeir lýstu því einnig yfir að myndað yrði nýtt kerfi til að styðja Úkraínumenn fjárhagslega til bæði skamms og langs tíma. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Rýnt í upphaf innrásarinnar: Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Þótt eldflaugar eins og Javelin og NLAW, sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum, nytu mikillar athygli og bakhjarlar Úkraínu sendu slík vopn þangað í massavís, var það hið hefðbundna stórskotalið sem gerði Úkraínumönnum kleift að verja Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar og mars. Um tíma voru tólf rússneskir hermenn á móti hverjum úkraínskum hermanni á svæðinu. 1. desember 2022 11:49 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Þar kom einnig fram að Bandaríkjamenn telja Rússa hafa leitað til ríkisstjórna Írans og Norður-Kóreu eftir fleiri sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið. Sérfræðingar ráðuneytisins telja, samkvæmt frétt Reuters, að Rússar muni byrja að lenda í vandræðum í byrjun næsta árs, fái þeir ekki skotfæri annarsstaðar frá. Mögulegt væri að þeir gætu einnig notað enn eldri skotfæri en það felur í sér ákveðna áhættu. Meiri líkur séu á því að þær sprengikúlur springi ekki þegar þær lenda. Rússar hafa fengið ódýra en skilvirka sjálfsprengidróna frá Íran. Þeir eru einnig sagðir vilja frá mikið magn stýriflauga frá Íran og hafa boðið ráðamönnum þar umfangsmikla hernaðaraðstoð og annarskonar stuðning í staðinn, samkvæmt yfirvöldum í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Stórskotalið mjög mikilvægt Stórskotalið hefur reynst gífurlega mikilvægt í átökunum í Úkraínu og skjóta báðar fylkingar tugum þúsunda skota í hverjum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi á fundi G-7 ríkjanna svokölluðu í dag að Rússar hefðu enn yfirburði gegn Úkraínumönnum þegar kæmi að stórskotaliði og eldflaugum og stýriflaugum. Ríkisstjórnir Vesturlanda hafa beðið vopnaframleiðendur um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslugetu á vopnum og skotfærum. Sjá einnig: Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Bandaríkjamenn hafa einir sent rúmlega milljón sprengikúlur til Úkraínu. Þá eru ekki talin með þau skotfæri sem aðrir bakhjarlar Úkraínu hafa sent. Skotfærasendingar til Úkraínu hafa komið niður á birgðum ríkja Atlantshafsbandalagsins. Bæði Rússar og Úkraínumenn skjóta tugum þúsunda skota í hverjum mánuði.EPA/ALESSANDRO GUERRA Þá tilkynntu Bandaríkjamenn nýverið að þar stæði til að margfalda framleiðslugetu á skotfærum fyrir stórskotalið á næstu árum. Meðal annars stæði til að þrefalda framleiðslugetuna þegar kæmi að 155 millimetra sprengikúlum, sem er hefðbundin hlaupvídd stórskotaliðs NATO. Það myndi auka framleiðslugetu á 155 mm skotum í Bandaríkjunum úr um fjórtán þúsund skotum á mánuði í um fjörutíu þúsund árið 2025. Til samanburðar er áætlað að Úkraínumenn noti minnst níutíu þúsund sprengikúlur og eldflaugar í hverjum mánuði. Rússar hafa líklega verið að nota enn meira en það. Selenskí kallaði eftir frekari vopnasendingum til Úkraínu og bað, samkvæmt AP fréttaveitunni, sérstaklega um langdrægari eldflaugar, nútíma skriðdreka, stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi til að verjast stýriflauga og drónaárásum Rússa. Þær árásir hafa valdið miklum skaða á raforku- og dreifikerfi Úkraínu á undanförnum vikum. Forsvarsmenn Evrópusambandsins tilkynntu í dag tveggja milljarða evra aðstoðarpakka til Úkraínu. Sagði Rússum að fara fyrir jól Í ávarpi sínu kallaði Selenskí einnig eftir því, að Rússar hörfuðu út fyrir alþjóðlega viðurkennd landamæri Úkraínu og það fyrir jól. Eftir það væri hægt að ræða langvarandi friðarsamkomulag. Rússar hafa lýst yfir ólöglegri innlimun á fjórum héruðum Úkraínu, að Krímskaga ónefndum, og gert breytingar á stjórnarskrá Rússlands um að þau héruð tilheyri Rússlandi. Það er þrátt fyrir að Rússar hafi ekki fulla stjórn á neinu þessara héraða og hafi ekki sótt fram gegn Úkraínumönnum svo máli skiptir í nokkra mánuði. Selenskí sagði að svar Rússa við þessu ákalli sínu myndu sína fram á hvort Rússar hefðu nokkurn áhuga á friði. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku undir það og sögðu að Rússar gætu strax bundið enda á stríðið með því að hörfa frá Úkraínu. Þeir lýstu því einnig yfir að myndað yrði nýtt kerfi til að styðja Úkraínumenn fjárhagslega til bæði skamms og langs tíma.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Rýnt í upphaf innrásarinnar: Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Þótt eldflaugar eins og Javelin og NLAW, sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum, nytu mikillar athygli og bakhjarlar Úkraínu sendu slík vopn þangað í massavís, var það hið hefðbundna stórskotalið sem gerði Úkraínumönnum kleift að verja Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar og mars. Um tíma voru tólf rússneskir hermenn á móti hverjum úkraínskum hermanni á svæðinu. 1. desember 2022 11:49 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07
Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19
Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11
Rýnt í upphaf innrásarinnar: Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Þótt eldflaugar eins og Javelin og NLAW, sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum, nytu mikillar athygli og bakhjarlar Úkraínu sendu slík vopn þangað í massavís, var það hið hefðbundna stórskotalið sem gerði Úkraínumönnum kleift að verja Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar og mars. Um tíma voru tólf rússneskir hermenn á móti hverjum úkraínskum hermanni á svæðinu. 1. desember 2022 11:49