Erlent

Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Yevgeny Prigozhin er sagður einn nánasti bandamaður Pútíns.
Yevgeny Prigozhin er sagður einn nánasti bandamaður Pútíns. Getty/Mikhail Svetlov

Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð.

Serhiy Haidai segir að hótelbygging í Kadiivka hafi verið sprengd í loftárás og að mannfall hafi verið mikið. Breska ríkisútvarpinu hefur þó ekki tekist að fá þetta staðfest eða hvort hótelið sem um ræðir hafi yfir höfuð verið nýtt af Wagner hermönnum.

Bardagar geisuðu einnig í suðurhluta Úkraínu yfir helgina. Rússar skutu sprengjum á Odesa og Úkraínumenn gerður árásir á úkraínsku borgina Melitopol sem nú er hernumin af Rússum.

Wagner málaliðarnir hafa verið kallaðir einkaher Pútíns og stjórnandi þeirra, Yevgeny Prigozhin er sagður náinn bandamaður forsetans og vinur. Sveitin er alræmd og hefur margsinnis verið sökuð um stríðsglæpi síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×