Á vef Veðurstofunnar segir að frost verði yfirleitt á bilinu núll til tíu stig.
„Í kvöld gengur í norðaustan og norðan kalda eða strekking með éljum norðan- og austanlands.
Það dregur úr vindi á morgun. Þá má búast við dálitlum éljum um landið norðaustanvert og einnig syðst á landinu síðdegis, en á Vesturlandi verður yfirleitt þurrt og bjart veður. Það herðir á frosti og næstu daga er útlit fyrir áframhaldandi norðlægar áttir með köldu veðri,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðaustan og norðan 5-13 m/s og dálítil él um landið norðaustanvert. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi, en stöku él syðst á landinu síðdegis. Frost 2 til 12 stig.
Á miðvikudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10. Él norðan- og austanlands og einnig syðst á landinu, en yfirleitt þurrt á Vesturlandi. Áfram kalt.
Á fimmtudag: Norðan 5-10 og él, en léttskýjað um landið sunnanvert. Talsvert frost.
Á föstudag: Breytileg átt 3-10 og dálítil snjókoma norðan- og vestantil, annars yfirleitt þurrt. Frost 4 til 20 stig, mest í lægðum í landslagi.
Á laugardag og sunnudag: Ákveðin austan- og suðaustanátt og snjókoma með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi. Dregur úr frosti.