Víða rafmagnlaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2022 15:35 Hús í Saporisjía sem skemmdist þegar stýriflaug lenti þar nærri í dag. AP/Yfirstjórn hersins í Saporisjía Rafmagnslaust varð víða í borgum Úkraínu í dag eftir að Rússar skutu tugum stýriflauga að ríkinu. Loftvarnir Úkraínu eru sagðar hafa skotið niður flestar stýriflaugarnar en minnst tveir eru látnir í Saporisjía-héraði. Ráðamenn í Úkraínu segja stýriflaugarnar hafa hæft íbúðarhús auk innviða í raforkudreifikerfi landsins. Úkraínumenn hafa átt von á umfangsmikilli árás sem þessari undanfarna daga. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður um sextíu af rúmlega sjötíu stýriflaugum sem skotið var á ríkið í dag. Fregnir af sprengingum hafa borist frá héraðinu við Kænugarð, Saporisjía og borginni Odessa. Nokkrar borgir landsins eru sagðar án rafmagns og fregnir af rafmagnsleysi hafa einnig borist frá Moldóvu. Þetta er í áttunda sinn sem Rússar gera umfangsmikla stýri- og eldflaugaárás sem þessa á Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu hafa heitið því að koma fólkinu þar til aðstoðar með því að senda meðal annars loftvarnarkerfi auk fjölmargra spennistöðva og ljósavéla. Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu hafa Rússar gert árásir á borgaraleg skotmörk og innviði Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga úr baráttuvilja þjóðarinnar og gera þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur, grafa undan rekstri úkraínska ríkisins til lengri tíma og þagga í gagnrýnisröddum heima í Rússlandi. Russian missile shot down over Kyiv. #Kyiv #Ukraine pic.twitter.com/LqjH7JBTyE— (((Tendar))) (@Tendar) December 5, 2022 Yfirvöld í Moldóvu segja að hlutar úr stýriflaug eða flugskeyti hafi fundist þar í landi nærri landamærum Úkraínu í dag. Ekki er vitað með vissu hvenær viðkomandi flugskeyti lenti þar en mögulega er þar um að ræða fyrsta stig loftvarnarflaugar frá Úkraínu. Þegar Rússar skjóta stýriflaugum að vesturhluta Úkraínu gera þeir það iðulega frá Svartahafi. Þessar flaugar hafa margsinnis flogið í gegnum lofthelgi Moldóvu. First image of the missile debris that landed in Moldova. This is the booster section of an S-300. Probably a Ukrainian AD missile. The booster section is relatively undamaged, so seems likely that it fell to earth after the warhead detonated following an interception. pic.twitter.com/9265iIJXvJ— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) December 5, 2022 Blaðamaðurinn Oleksiy Sorokin birti meðfylgandi mynd í dag þar sem hann sagði íbúa Kænugarðs hafa verið að vinna í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar en þangað leita íbúar þegar sprengjuviðvaranir fara í gang. Kyiv working today from the subway while Russia was bombing Ukraine. pic.twitter.com/amVORYkKBs— Oleksiy Sorokin (@mrsorokaa) December 5, 2022 Fyrr í dag bárust fregnir af því að minnst þrír rússneskir hermenn hefðu fallið og sex særst í tveimur sprengingum á herflugvöllum í Rússlandi. Annar þeirra hýsir meðal annars Tu-95 og Tu-160 sprengjuvélar, sem Rússar nota til að gera stýriflaugaárásir á Úkraínu en hinn er sagður hýsa tankvélar sem notaðar eru til að fylla á sprengjuvélarnar í lofti. Sjá einnig: Dularfullar sprengingar á tveimur herstöðvum í Rússlandi Enn liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunum en spjótin hafa beinst að Úkraínumönnum. Ráðamenn í Úkraínu hafa þó ekkert viljað segja, eins og alltaf þegar talið er að Úkraínumenn hafi gert árásir í Rússlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. 1. desember 2022 07:25 Evrópa of háð Bandaríkjunum í öryggismálum Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn. 3. desember 2022 09:01 Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40 Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. 2. desember 2022 09:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Ráðamenn í Úkraínu segja stýriflaugarnar hafa hæft íbúðarhús auk innviða í raforkudreifikerfi landsins. Úkraínumenn hafa átt von á umfangsmikilli árás sem þessari undanfarna daga. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður um sextíu af rúmlega sjötíu stýriflaugum sem skotið var á ríkið í dag. Fregnir af sprengingum hafa borist frá héraðinu við Kænugarð, Saporisjía og borginni Odessa. Nokkrar borgir landsins eru sagðar án rafmagns og fregnir af rafmagnsleysi hafa einnig borist frá Moldóvu. Þetta er í áttunda sinn sem Rússar gera umfangsmikla stýri- og eldflaugaárás sem þessa á Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu hafa heitið því að koma fólkinu þar til aðstoðar með því að senda meðal annars loftvarnarkerfi auk fjölmargra spennistöðva og ljósavéla. Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu hafa Rússar gert árásir á borgaraleg skotmörk og innviði Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga úr baráttuvilja þjóðarinnar og gera þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur, grafa undan rekstri úkraínska ríkisins til lengri tíma og þagga í gagnrýnisröddum heima í Rússlandi. Russian missile shot down over Kyiv. #Kyiv #Ukraine pic.twitter.com/LqjH7JBTyE— (((Tendar))) (@Tendar) December 5, 2022 Yfirvöld í Moldóvu segja að hlutar úr stýriflaug eða flugskeyti hafi fundist þar í landi nærri landamærum Úkraínu í dag. Ekki er vitað með vissu hvenær viðkomandi flugskeyti lenti þar en mögulega er þar um að ræða fyrsta stig loftvarnarflaugar frá Úkraínu. Þegar Rússar skjóta stýriflaugum að vesturhluta Úkraínu gera þeir það iðulega frá Svartahafi. Þessar flaugar hafa margsinnis flogið í gegnum lofthelgi Moldóvu. First image of the missile debris that landed in Moldova. This is the booster section of an S-300. Probably a Ukrainian AD missile. The booster section is relatively undamaged, so seems likely that it fell to earth after the warhead detonated following an interception. pic.twitter.com/9265iIJXvJ— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) December 5, 2022 Blaðamaðurinn Oleksiy Sorokin birti meðfylgandi mynd í dag þar sem hann sagði íbúa Kænugarðs hafa verið að vinna í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar en þangað leita íbúar þegar sprengjuviðvaranir fara í gang. Kyiv working today from the subway while Russia was bombing Ukraine. pic.twitter.com/amVORYkKBs— Oleksiy Sorokin (@mrsorokaa) December 5, 2022 Fyrr í dag bárust fregnir af því að minnst þrír rússneskir hermenn hefðu fallið og sex særst í tveimur sprengingum á herflugvöllum í Rússlandi. Annar þeirra hýsir meðal annars Tu-95 og Tu-160 sprengjuvélar, sem Rússar nota til að gera stýriflaugaárásir á Úkraínu en hinn er sagður hýsa tankvélar sem notaðar eru til að fylla á sprengjuvélarnar í lofti. Sjá einnig: Dularfullar sprengingar á tveimur herstöðvum í Rússlandi Enn liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunum en spjótin hafa beinst að Úkraínumönnum. Ráðamenn í Úkraínu hafa þó ekkert viljað segja, eins og alltaf þegar talið er að Úkraínumenn hafi gert árásir í Rússlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. 1. desember 2022 07:25 Evrópa of háð Bandaríkjunum í öryggismálum Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn. 3. desember 2022 09:01 Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40 Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. 2. desember 2022 09:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. 1. desember 2022 07:25
Evrópa of háð Bandaríkjunum í öryggismálum Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn. 3. desember 2022 09:01
Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40
Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. 2. desember 2022 09:00