Ráðamenn í Úkraínu segja stýriflaugarnar hafa hæft íbúðarhús auk innviða í raforkudreifikerfi landsins. Úkraínumenn hafa átt von á umfangsmikilli árás sem þessari undanfarna daga.
Úkraínumenn segjast hafa skotið niður um sextíu af rúmlega sjötíu stýriflaugum sem skotið var á ríkið í dag.
Fregnir af sprengingum hafa borist frá héraðinu við Kænugarð, Saporisjía og borginni Odessa. Nokkrar borgir landsins eru sagðar án rafmagns og fregnir af rafmagnsleysi hafa einnig borist frá Moldóvu.
Þetta er í áttunda sinn sem Rússar gera umfangsmikla stýri- og eldflaugaárás sem þessa á Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu hafa heitið því að koma fólkinu þar til aðstoðar með því að senda meðal annars loftvarnarkerfi auk fjölmargra spennistöðva og ljósavéla.
Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu hafa Rússar gert árásir á borgaraleg skotmörk og innviði Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga úr baráttuvilja þjóðarinnar og gera þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur, grafa undan rekstri úkraínska ríkisins til lengri tíma og þagga í gagnrýnisröddum heima í Rússlandi.
Russian missile shot down over Kyiv. #Kyiv #Ukraine pic.twitter.com/LqjH7JBTyE
— (((Tendar))) (@Tendar) December 5, 2022
Yfirvöld í Moldóvu segja að hlutar úr stýriflaug eða flugskeyti hafi fundist þar í landi nærri landamærum Úkraínu í dag. Ekki er vitað með vissu hvenær viðkomandi flugskeyti lenti þar en mögulega er þar um að ræða fyrsta stig loftvarnarflaugar frá Úkraínu.
Þegar Rússar skjóta stýriflaugum að vesturhluta Úkraínu gera þeir það iðulega frá Svartahafi. Þessar flaugar hafa margsinnis flogið í gegnum lofthelgi Moldóvu.
First image of the missile debris that landed in Moldova. This is the booster section of an S-300. Probably a Ukrainian AD missile. The booster section is relatively undamaged, so seems likely that it fell to earth after the warhead detonated following an interception. pic.twitter.com/9265iIJXvJ
— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) December 5, 2022
Blaðamaðurinn Oleksiy Sorokin birti meðfylgandi mynd í dag þar sem hann sagði íbúa Kænugarðs hafa verið að vinna í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar en þangað leita íbúar þegar sprengjuviðvaranir fara í gang.
Kyiv working today from the subway while Russia was bombing Ukraine. pic.twitter.com/amVORYkKBs
— Oleksiy Sorokin (@mrsorokaa) December 5, 2022
Fyrr í dag bárust fregnir af því að minnst þrír rússneskir hermenn hefðu fallið og sex særst í tveimur sprengingum á herflugvöllum í Rússlandi. Annar þeirra hýsir meðal annars Tu-95 og Tu-160 sprengjuvélar, sem Rússar nota til að gera stýriflaugaárásir á Úkraínu en hinn er sagður hýsa tankvélar sem notaðar eru til að fylla á sprengjuvélarnar í lofti.
Sjá einnig: Dularfullar sprengingar á tveimur herstöðvum í Rússlandi
Enn liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunum en spjótin hafa beinst að Úkraínumönnum. Ráðamenn í Úkraínu hafa þó ekkert viljað segja, eins og alltaf þegar talið er að Úkraínumenn hafi gert árásir í Rússlandi.