Evrópa of háð Bandaríkjunum í öryggismálum Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2022 09:01 Sanna Marin lét ummælin falla á fundi hjá áströlsku hugveitunni Lowy Institute. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn finnsks forsætisráðherra til Eyjaálfu. Vísir/EPA Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn. „Ég ætla að vera harkalega hreinskilin við ykkur, Evrópa er ekki nógu sterk núna. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin á fundi hjá hugveitu í Sydney í Ástralíu þar sem hún er í opinberri heimsókn. Bandaríkin hafi þannig útvegað Úkraínu miklu magni af vopnum og fjárhags- og mannúðaraðstoð en Evrópa hafi ekki staðið sig nægilega í stykkinu. Margir bandarískir stjórnmálamenn hafi sagt henni að Evrópa þurfi að vera sterkari, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Jafnvel þó að framlag Evrópusambandsríkja sé mun minna en Bandaríkjanna hefur gengið hratt á hergagnaforða þeirra við að leggja Úkraínumönnum lið. „Við verðum að tryggja að við byggjum upp slíka getu þegar kemur að evrópskum vörnum, evrópskum varnariðnaði,“ sagði Marin. Þá gagnrýndi finnski forsætisráðherrann Evrópulönd sem hefðu reynt að styrkja tengslin við Rússland á undanförnum áratugum, þar á meðal með því að kaupa orku þaðan, í þeirri von að það drægi úr líkum á stríði. Sú nálgun hafi beðið algert skipsbrot, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frekar hefði átt að hlusta á raddir Póllands og Eystrasaltsríkja sem vöruðu við því að Rússland léti sér viðskiptatengsl og refsiaðgerðir í léttu rúmi liggja. Marin varaði einnig við því að sigur Rússlands í Úkraínu yrði öðrum árásarhneigðum ríkjum hvatning. Lýðræðisríki ættu að forðast að verða háð einræðisríkjum eins og Kína. „Ekki velkjast í vafa um það að ef Rússland vinnur í þessum hræðilega leik sínum þá verður það ekki eitt um valdeflast,“ sagði Marin. Finnland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NATO Evrópusambandið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
„Ég ætla að vera harkalega hreinskilin við ykkur, Evrópa er ekki nógu sterk núna. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin á fundi hjá hugveitu í Sydney í Ástralíu þar sem hún er í opinberri heimsókn. Bandaríkin hafi þannig útvegað Úkraínu miklu magni af vopnum og fjárhags- og mannúðaraðstoð en Evrópa hafi ekki staðið sig nægilega í stykkinu. Margir bandarískir stjórnmálamenn hafi sagt henni að Evrópa þurfi að vera sterkari, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Jafnvel þó að framlag Evrópusambandsríkja sé mun minna en Bandaríkjanna hefur gengið hratt á hergagnaforða þeirra við að leggja Úkraínumönnum lið. „Við verðum að tryggja að við byggjum upp slíka getu þegar kemur að evrópskum vörnum, evrópskum varnariðnaði,“ sagði Marin. Þá gagnrýndi finnski forsætisráðherrann Evrópulönd sem hefðu reynt að styrkja tengslin við Rússland á undanförnum áratugum, þar á meðal með því að kaupa orku þaðan, í þeirri von að það drægi úr líkum á stríði. Sú nálgun hafi beðið algert skipsbrot, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frekar hefði átt að hlusta á raddir Póllands og Eystrasaltsríkja sem vöruðu við því að Rússland léti sér viðskiptatengsl og refsiaðgerðir í léttu rúmi liggja. Marin varaði einnig við því að sigur Rússlands í Úkraínu yrði öðrum árásarhneigðum ríkjum hvatning. Lýðræðisríki ættu að forðast að verða háð einræðisríkjum eins og Kína. „Ekki velkjast í vafa um það að ef Rússland vinnur í þessum hræðilega leik sínum þá verður það ekki eitt um valdeflast,“ sagði Marin.
Finnland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NATO Evrópusambandið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira