Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 09:00 Frá herflugvellinum í Torrejón de Ardoz. Bréf sem var sent þangað er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki upp og gæti því reynst þýðingarmikið fyrir rannsóknina. AP/Daniel Ochoa de Olza Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist þegar eldur blossaði upp úr umslagi sem hann handlék á miðvikudag. Sambærileg bréf voru send forsætis- og innanríkisráðherrum Spánar, bandaríska sendiherranum, vopnaverksmiðju í Zaragoza og herstöð í nágrenni Madridar. Rannsóknardómstóll rannsakar allar bréfsendingarnar sem hryðjuverk. Allt virðist benda til þess að sendandinn hafi verið innan Spánar. Bréfin voru öll send með hefðbundnum pósti. Öll bréfin eru sögð hafa verið áþekk. Í þeim var einhvers konar heimatilbúinn kveikibúnaður úr færi sem olli áköfum blossa en ekki eiginlegri sprengingu. Spænska dagblaðið El País segir að í þeim hafi verið að finna lítið magn af púðri og sprengjubrotum. Lögreglan hefur lýst efnunum í bréfunum sem „eldfimum“. Heimildir spænsku fréttaveitunnar EFE á meðal rannsakenda herma ennfremur að í það minnsta fjögur af bréfunum hafi verið merkt á áþekkan hátt og að þau tengist á einhvern hátt innrás Rússa í Úkraínu, þó ekki þau sem voru send Pedro Sánchez forsætisráðherra eða bandaríska sendiherranum. Úkraínska sendiráðið hefur kennt stjórnvöldum í Kreml um bréfsendingarnar. Sendiráð Rússlands sendi aftur á móti frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist fordæma hvers kyns ógnanir eða hryðjuverk, að sögn spænska ríkisútvarpsins TVE. Umslagið sem var sent til gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins á herflugvellinum í Torrejón í fyrrinótt er sagt lykillinn að rannsókninni eins og stendur. Það er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki eftir að þeir náðu að gera það óvirkt, að sögn spænska blaðsins El Mundo. Spánn Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist þegar eldur blossaði upp úr umslagi sem hann handlék á miðvikudag. Sambærileg bréf voru send forsætis- og innanríkisráðherrum Spánar, bandaríska sendiherranum, vopnaverksmiðju í Zaragoza og herstöð í nágrenni Madridar. Rannsóknardómstóll rannsakar allar bréfsendingarnar sem hryðjuverk. Allt virðist benda til þess að sendandinn hafi verið innan Spánar. Bréfin voru öll send með hefðbundnum pósti. Öll bréfin eru sögð hafa verið áþekk. Í þeim var einhvers konar heimatilbúinn kveikibúnaður úr færi sem olli áköfum blossa en ekki eiginlegri sprengingu. Spænska dagblaðið El País segir að í þeim hafi verið að finna lítið magn af púðri og sprengjubrotum. Lögreglan hefur lýst efnunum í bréfunum sem „eldfimum“. Heimildir spænsku fréttaveitunnar EFE á meðal rannsakenda herma ennfremur að í það minnsta fjögur af bréfunum hafi verið merkt á áþekkan hátt og að þau tengist á einhvern hátt innrás Rússa í Úkraínu, þó ekki þau sem voru send Pedro Sánchez forsætisráðherra eða bandaríska sendiherranum. Úkraínska sendiráðið hefur kennt stjórnvöldum í Kreml um bréfsendingarnar. Sendiráð Rússlands sendi aftur á móti frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist fordæma hvers kyns ógnanir eða hryðjuverk, að sögn spænska ríkisútvarpsins TVE. Umslagið sem var sent til gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins á herflugvellinum í Torrejón í fyrrinótt er sagt lykillinn að rannsókninni eins og stendur. Það er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki eftir að þeir náðu að gera það óvirkt, að sögn spænska blaðsins El Mundo.
Spánn Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55