Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 09:00 Frá herflugvellinum í Torrejón de Ardoz. Bréf sem var sent þangað er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki upp og gæti því reynst þýðingarmikið fyrir rannsóknina. AP/Daniel Ochoa de Olza Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist þegar eldur blossaði upp úr umslagi sem hann handlék á miðvikudag. Sambærileg bréf voru send forsætis- og innanríkisráðherrum Spánar, bandaríska sendiherranum, vopnaverksmiðju í Zaragoza og herstöð í nágrenni Madridar. Rannsóknardómstóll rannsakar allar bréfsendingarnar sem hryðjuverk. Allt virðist benda til þess að sendandinn hafi verið innan Spánar. Bréfin voru öll send með hefðbundnum pósti. Öll bréfin eru sögð hafa verið áþekk. Í þeim var einhvers konar heimatilbúinn kveikibúnaður úr færi sem olli áköfum blossa en ekki eiginlegri sprengingu. Spænska dagblaðið El País segir að í þeim hafi verið að finna lítið magn af púðri og sprengjubrotum. Lögreglan hefur lýst efnunum í bréfunum sem „eldfimum“. Heimildir spænsku fréttaveitunnar EFE á meðal rannsakenda herma ennfremur að í það minnsta fjögur af bréfunum hafi verið merkt á áþekkan hátt og að þau tengist á einhvern hátt innrás Rússa í Úkraínu, þó ekki þau sem voru send Pedro Sánchez forsætisráðherra eða bandaríska sendiherranum. Úkraínska sendiráðið hefur kennt stjórnvöldum í Kreml um bréfsendingarnar. Sendiráð Rússlands sendi aftur á móti frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist fordæma hvers kyns ógnanir eða hryðjuverk, að sögn spænska ríkisútvarpsins TVE. Umslagið sem var sent til gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins á herflugvellinum í Torrejón í fyrrinótt er sagt lykillinn að rannsókninni eins og stendur. Það er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki eftir að þeir náðu að gera það óvirkt, að sögn spænska blaðsins El Mundo. Spánn Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist þegar eldur blossaði upp úr umslagi sem hann handlék á miðvikudag. Sambærileg bréf voru send forsætis- og innanríkisráðherrum Spánar, bandaríska sendiherranum, vopnaverksmiðju í Zaragoza og herstöð í nágrenni Madridar. Rannsóknardómstóll rannsakar allar bréfsendingarnar sem hryðjuverk. Allt virðist benda til þess að sendandinn hafi verið innan Spánar. Bréfin voru öll send með hefðbundnum pósti. Öll bréfin eru sögð hafa verið áþekk. Í þeim var einhvers konar heimatilbúinn kveikibúnaður úr færi sem olli áköfum blossa en ekki eiginlegri sprengingu. Spænska dagblaðið El País segir að í þeim hafi verið að finna lítið magn af púðri og sprengjubrotum. Lögreglan hefur lýst efnunum í bréfunum sem „eldfimum“. Heimildir spænsku fréttaveitunnar EFE á meðal rannsakenda herma ennfremur að í það minnsta fjögur af bréfunum hafi verið merkt á áþekkan hátt og að þau tengist á einhvern hátt innrás Rússa í Úkraínu, þó ekki þau sem voru send Pedro Sánchez forsætisráðherra eða bandaríska sendiherranum. Úkraínska sendiráðið hefur kennt stjórnvöldum í Kreml um bréfsendingarnar. Sendiráð Rússlands sendi aftur á móti frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist fordæma hvers kyns ógnanir eða hryðjuverk, að sögn spænska ríkisútvarpsins TVE. Umslagið sem var sent til gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins á herflugvellinum í Torrejón í fyrrinótt er sagt lykillinn að rannsókninni eins og stendur. Það er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki eftir að þeir náðu að gera það óvirkt, að sögn spænska blaðsins El Mundo.
Spánn Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55