Erlent

Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn fylgjast með mótmælum gegn innrás Rússa í Úkraínu í Madrid í sumar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki.
Lögreglumenn fylgjast með mótmælum gegn innrás Rússa í Úkraínu í Madrid í sumar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty

Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn.

Tilkynning um sprenginguna barst lögreglu um klukkan 13:00 að staðartíma, um hádegi að íslenskum tíma, að sögn spænska dagblaðsins El Mundo. Sprengjan er sögð hafa sprungið þegar starfsmaður sendiráðsins meðhöndlaði bréf sem barst því. Lögregla segir sár starfsmannsins minniháttar og að starfsmaðurinn hafi geta gengið sjálfur inn á sjúkrahús.

Spænska blaðið El País segir að bréfið hafa verið stílað á sendiherrann

Sendiráðið sjálft hefur ekki tjáð sig um atburðinn né staðfesta að sprengingin hafi átt sér stað. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×