Íslenski boltinn

Ekki meir Geir hjá ÍA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir Þorsteinsson lætur af störfum hjá ÍA innan tíðar.
Geir Þorsteinsson lætur af störfum hjá ÍA innan tíðar. vísir/daníel

Geir Þorsteinsson hættir sem framkvæmdastjóri ÍA á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Geir tók við starfinu hjá ÍA fyrir tveimur árum. Hann verður félaginu innan handar næstu mánuði að því er fram kemur í tilkynningu frá því.

Geir starfaði áður hjá KSÍ um langt skeið og var meðal annars formaður sambandsins á árunum 2007-17. Þar áður var hann framkvæmdastjóri KSÍ. Geir bauð sig fram til formanns KSÍ 2019 en laut í lægra haldi fyrir Guðna Bergssyni.

Karlalið ÍA féll úr Bestu deildinni í sumar á meðan kvennaliðið endaði í 5. sæti 2. deildar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.