Íslenski boltinn

Ingunn úr Vestur­bænum í Laugar­dalinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingunn Haraldsdóttir í leik með KR.
Ingunn Haraldsdóttir í leik með KR. VÍSIR/VILHELM

Ingunn Haraldsdóttir, fyrrverandi fyrirliði KR, er gengin í raðir Þróttar og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Ingunn var samningslaus og því þarf Þróttur ekki að greiða fyrir miðvörðinn öfluga.

Þetta herma heimildir Fótbolti.net en enn eiga félögin eða Knattspyrnusamband Íslands eftir að staðfesta vistaskiptin. Hin 27 ára gamla Ingunn gat ekki spilað með KR síðasta sumar vegna meiðsla en liðið féll niður í Lengjudeildina eftir erfitt tímabil innan vallar sem utan.

Ingunn er uppalinn hjá Val en hefur verið á mála hjá KR frá árinu 2017 en lék einnig með gríska liðinu PAOK á síðasta ári. Hún hefur einnig leikið með Aftureldingu og HK/Víking hér á landi.

Þróttur endaði í 4. sæti Bestu deildar síðasta sumar og hafa nú þegar orðið nokkrar breytingar á liðinu. Danielle Marcano er farin til Fenerbahçe í Tyrklandi og þá fór Andrea Rut Bjarnadóttir til Breiðabliks á dögunum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.