Kallar forseta Suður-Kóreu fávita Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 16:33 Kim Jong Un, einsræðisherra Norður-Kóreu, og systir hans Kim Yo Jong árið 2018. Getty Ráðamenn í Suður-Kóreu eru „fávitar“ sem haga sér eins og „villtir hundar“ nagandi bein sem þeir fengu frá Bandaríkjunum. Þetta segir Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en reiði hennar og annarra má rekja til þess að yfirvöld í Suður-Kóreu eru að íhuga hertar refsiaðgerðir gegn nágrönnum sínum í norðri. Kim sakar ráðamenn í Suður-Kóreu um að skapa hættulegt ástand á Kóreuskaga en fyrr í vikunni opinberaði utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu að verið væri að skoða að beita Norður-Kóreu frekari refsiaðgerðum. „Ég velti fyrir mér af hverju íbúar Suður-Kóreu sitja hjá þegar ríkisstjórn Yoon Suk Yeol [forseti Suður-Kóreu] og annarra fávita heldur áfram að skapa þetta hættulega ástand,“ sagði Kim í yfirlýsingu sem birt var í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu. Hún sakaði nágranna sína í suðri um að vera lítið annan að hliðhollur hundur Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Yonahap, fréttaveitu frá Suður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim Yo Jong er harðorð í garð ráðamanna í Suður-Kóreu. Fyrr á þessu ári kallaði hún forseta Suður-Kóreu til að mynda „einfaldan“ og sagði honum að halda kjafti. Í frétt Sky News er haft eftir sameiningarráðherra Suður-Kóreu að orðræða Kim sé ekki við hæfi. Ríkisstjórnin fordæmir barnalegar tilraunir hennar til að hvetja til illdeilna og grafa undan stjórnarkerfi Suður-Kóreu. Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum þar sem ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar á undanförnum vikum. Tilraunirnar hafa bæði snúið að skammdrægum og langdrægum eldflaugum. Þá eru vangaveltur uppi um að til standi að gera tilraun með kjarnorkusprengju á næstunni. Sjá einnig: Segir kjarnorkuárás jafngilda endalokum stjórnartíðar Kim Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum um mögulega afvopnun einræðisríkisins áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Óvænt birting mynda af Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og dóttur hans saman hafa staðfest raunverulega tilvist hennar. Þetta er í fyrsta skipti sem myndir af henni eru birtar opinberlega. 19. nóvember 2022 08:44 Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Geri Suður-Kórea nokkurs konar árás á Norður-Kóreu, verður henni svarað með kjarnorkuvopnum. Þetta sagði Kim Yo Jong, systir einræðisherrans Kim Jong Un, samkvæmt ríkismiðli Norður-Kóreu. 4. apríl 2022 23:43 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Kim sakar ráðamenn í Suður-Kóreu um að skapa hættulegt ástand á Kóreuskaga en fyrr í vikunni opinberaði utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu að verið væri að skoða að beita Norður-Kóreu frekari refsiaðgerðum. „Ég velti fyrir mér af hverju íbúar Suður-Kóreu sitja hjá þegar ríkisstjórn Yoon Suk Yeol [forseti Suður-Kóreu] og annarra fávita heldur áfram að skapa þetta hættulega ástand,“ sagði Kim í yfirlýsingu sem birt var í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu. Hún sakaði nágranna sína í suðri um að vera lítið annan að hliðhollur hundur Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Yonahap, fréttaveitu frá Suður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim Yo Jong er harðorð í garð ráðamanna í Suður-Kóreu. Fyrr á þessu ári kallaði hún forseta Suður-Kóreu til að mynda „einfaldan“ og sagði honum að halda kjafti. Í frétt Sky News er haft eftir sameiningarráðherra Suður-Kóreu að orðræða Kim sé ekki við hæfi. Ríkisstjórnin fordæmir barnalegar tilraunir hennar til að hvetja til illdeilna og grafa undan stjórnarkerfi Suður-Kóreu. Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum þar sem ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar á undanförnum vikum. Tilraunirnar hafa bæði snúið að skammdrægum og langdrægum eldflaugum. Þá eru vangaveltur uppi um að til standi að gera tilraun með kjarnorkusprengju á næstunni. Sjá einnig: Segir kjarnorkuárás jafngilda endalokum stjórnartíðar Kim Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum um mögulega afvopnun einræðisríkisins áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Óvænt birting mynda af Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og dóttur hans saman hafa staðfest raunverulega tilvist hennar. Þetta er í fyrsta skipti sem myndir af henni eru birtar opinberlega. 19. nóvember 2022 08:44 Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Geri Suður-Kórea nokkurs konar árás á Norður-Kóreu, verður henni svarað með kjarnorkuvopnum. Þetta sagði Kim Yo Jong, systir einræðisherrans Kim Jong Un, samkvæmt ríkismiðli Norður-Kóreu. 4. apríl 2022 23:43 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Óvænt birting mynda af Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og dóttur hans saman hafa staðfest raunverulega tilvist hennar. Þetta er í fyrsta skipti sem myndir af henni eru birtar opinberlega. 19. nóvember 2022 08:44
Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Geri Suður-Kórea nokkurs konar árás á Norður-Kóreu, verður henni svarað með kjarnorkuvopnum. Þetta sagði Kim Yo Jong, systir einræðisherrans Kim Jong Un, samkvæmt ríkismiðli Norður-Kóreu. 4. apríl 2022 23:43
Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32
Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51
Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00