Erlent

Fjögur hundruð milljónir banda­ríkja­dala í hernaðar­að­stoð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sendi frá sér yfirlýsingu um málið í dag.
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sendi frá sér yfirlýsingu um málið í dag. Getty/DeCicca

Bandaríkjamenn hyggjast styðja Úkraínu um ígildi 400 milljón bandaríkjadala í hernaðaraðstoð. Vopn, skotfæri og loftvarnarkerfi verða meðal hergagna.

Þá munu Bandaríkjamenn einnig senda Úkraínumönnum 200 rafstöðvar. Rafmagnslaust er víða í landinu vegna umfangsmikilla árása Rússa á innviði síðustu daga.

Guardian greinir frá því að meðal hergagna verði skotfæri fyrir NASAMS loftvarnarkerfi, fleiri HIMARS kerfi og stærri vélbyssur útbúnar hitamyndavélum, sem gagnast eiga í baráttu við dróna.

Volódímír Selenskí Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjamönnum fyrir stuðninginn á Twitter í dag: „Úkraína hræðist ekki huglausar árásir rússneskra stríðsglæpamanna. Saman munum við vinna.“

Eins og greint var frá í dag hafa umfangsmiklar stýriflaugaárásir Rússa á Úkraínu leitt til þess að rafmangslaust er víða um landið. Minnst þrír létust og níu særðust í Kænugarði í dag og hefur neysluvatn verið af skornum skammti í kjölfar árásanna. 


Tengdar fréttir

Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár

Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×