Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 14:36 Xi Jinping og Joe Biden, forsetar Kína og Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem gefin var út eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá klukkutíma, segir að Biden hafi sagt Xi að Bandaríkin myndu eiga í samkeppni við Kína en sú samkeppni ætti ekki að snúast upp í átök. Þar segir einnig að þeir hafi báðir verið sammála um að kjarnorkustríð væru óvinnanleg og að slík stríð ættu ekki að eiga sér stað og var það tilvísun í hótanir ráðamanna í Moskvu um mögulega notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu. Biden mun einnig hafa vakið máls á því að Bandaríkin og Kína þyrftu að taka höndum saman um mörg málefni eins og veðurfarsbreytingar af mannavöldum, heimsstöðugleika og heilsu- og fæðuöryggi. Þá lýsti Biden yfir áhyggjum af mannréttindabrotum Kínverja og þá meðal annars í Xinjiang, Tíbet og Hong Kong. Hann lýsti því einnig yfir að Bandaríkjamenn væru andvígir öllum einhliða tilraunum til að breyta stöðu Taívans gagnvart Kína og sagði í hag heimsins að tryggja frið á Taívanssundi. Varaði Biden við Utanríkisráðuneyti Kína segir að Xi haf sagt Biden að heimurinn væri nógu stór svo bæði Bandaríkin og Kína gætu blómstrað. Heilt yfir deildu ríkin fleiri hagsmunaratriðum en skildu þau að. Xi varaði Biden einnig við því að fara ekki yfir það sem hann kallaði „rauða línu“ varðandi „spurninguna um Taívan“. Biden ræddi við blaðamenn eftir fundinn þar sem hann sagði samtal forsetanna hafa verið jákvætt. Happening Now: President Biden delivers remarks and takes questions. https://t.co/VwAfMna859— The White House (@WhiteHouse) November 14, 2022 Heita því að Taívan sameinist meginlandinu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Sjá einnig: Vilja dæla vopnum til Taívans Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Hernaðargeta Kínverja hefur á sama tíma aukist til muna. Bandaríkin Kína Taívan Joe Biden Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem gefin var út eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá klukkutíma, segir að Biden hafi sagt Xi að Bandaríkin myndu eiga í samkeppni við Kína en sú samkeppni ætti ekki að snúast upp í átök. Þar segir einnig að þeir hafi báðir verið sammála um að kjarnorkustríð væru óvinnanleg og að slík stríð ættu ekki að eiga sér stað og var það tilvísun í hótanir ráðamanna í Moskvu um mögulega notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu. Biden mun einnig hafa vakið máls á því að Bandaríkin og Kína þyrftu að taka höndum saman um mörg málefni eins og veðurfarsbreytingar af mannavöldum, heimsstöðugleika og heilsu- og fæðuöryggi. Þá lýsti Biden yfir áhyggjum af mannréttindabrotum Kínverja og þá meðal annars í Xinjiang, Tíbet og Hong Kong. Hann lýsti því einnig yfir að Bandaríkjamenn væru andvígir öllum einhliða tilraunum til að breyta stöðu Taívans gagnvart Kína og sagði í hag heimsins að tryggja frið á Taívanssundi. Varaði Biden við Utanríkisráðuneyti Kína segir að Xi haf sagt Biden að heimurinn væri nógu stór svo bæði Bandaríkin og Kína gætu blómstrað. Heilt yfir deildu ríkin fleiri hagsmunaratriðum en skildu þau að. Xi varaði Biden einnig við því að fara ekki yfir það sem hann kallaði „rauða línu“ varðandi „spurninguna um Taívan“. Biden ræddi við blaðamenn eftir fundinn þar sem hann sagði samtal forsetanna hafa verið jákvætt. Happening Now: President Biden delivers remarks and takes questions. https://t.co/VwAfMna859— The White House (@WhiteHouse) November 14, 2022 Heita því að Taívan sameinist meginlandinu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Sjá einnig: Vilja dæla vopnum til Taívans Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Hernaðargeta Kínverja hefur á sama tíma aukist til muna.
Bandaríkin Kína Taívan Joe Biden Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira