Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2022 11:31 Cristiano Ronaldo í leiknum gegn Aston Villa sem var líklega síðasti leikur hans fyrir Manchester United. getty/Stu Forster Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. United vann dramatískan útisigur á Fulham, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn féll þó í skuggann af viðtali Piers Morgan við Ronaldo þar sem hann fór ekki fögrum orðum um United, sakaði Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, um vanvirðingu, sagði Wayne Rooney vera ófríðan og svo framvegis. Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, segir að Ronaldo hafi verið tjáð á fimmtudaginn að hann myndi ekki byrja inn á gegn Fulham en yrði í leikmannahópi United. Þá hafi Portúgalinn tjáð félaginu að hann væri veikur. Solhekol segir að enginn hjá United hafi vanvirt Ronaldo, öfugt við það sem hann heldur fram, þótt hann hafi beðið um að fara frá félaginu og neitað að koma inn á sem varamaður í sigrinum á Tottenham. Ronaldo was told on Thursday that he would not be in the starting XI against Fulham but he would have been in the squad. He told the club he was ill. No one at United has ever disrespected Ronaldo - even after he asked to leave & after he refused to come on as a sub v Spurs 3/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Að sögn Solhekols fékk United veður af viðtalinu þegar liðið var á heimleið til Manchester eftir sigurinn á Fulham. Ten Hag og leikmenn United ku vera afar ósáttir við tímasetningu viðtalsins og skilja ekki hvað honum gekk til. Þeir eru afar vonsviknir með að hann hafi vanvirt félagið, stjórann og leikmennina með þessum hætti. Erik Ten Hag and Manchester United players are extremely disappointed with the manner and timing of Cristiano Ronaldo's interview. Club only found out about the interview as they were preparing to fly back from London this evening after the Fulham game. 1/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Manchester United are likely to now consider all their options regarding Ronaldo. Management and players don't understand why he has said what he has said. They are hugely disappointed that he would disrespect the club, his manager and teammates in this way. 2/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Ronaldo hefur leikið sextán leiki fyrir United á þessu tímabili en erfitt er að sjá að þeir verði fleiri. Portúgalinn var markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili en hefur aðeins skorað þrjú mörk í vetur. United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir fjórtán leiki. Liðið er þremur stigum frá 4. sætinu en á leik til góða á Tottenham sem er í því. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
United vann dramatískan útisigur á Fulham, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn féll þó í skuggann af viðtali Piers Morgan við Ronaldo þar sem hann fór ekki fögrum orðum um United, sakaði Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, um vanvirðingu, sagði Wayne Rooney vera ófríðan og svo framvegis. Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, segir að Ronaldo hafi verið tjáð á fimmtudaginn að hann myndi ekki byrja inn á gegn Fulham en yrði í leikmannahópi United. Þá hafi Portúgalinn tjáð félaginu að hann væri veikur. Solhekol segir að enginn hjá United hafi vanvirt Ronaldo, öfugt við það sem hann heldur fram, þótt hann hafi beðið um að fara frá félaginu og neitað að koma inn á sem varamaður í sigrinum á Tottenham. Ronaldo was told on Thursday that he would not be in the starting XI against Fulham but he would have been in the squad. He told the club he was ill. No one at United has ever disrespected Ronaldo - even after he asked to leave & after he refused to come on as a sub v Spurs 3/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Að sögn Solhekols fékk United veður af viðtalinu þegar liðið var á heimleið til Manchester eftir sigurinn á Fulham. Ten Hag og leikmenn United ku vera afar ósáttir við tímasetningu viðtalsins og skilja ekki hvað honum gekk til. Þeir eru afar vonsviknir með að hann hafi vanvirt félagið, stjórann og leikmennina með þessum hætti. Erik Ten Hag and Manchester United players are extremely disappointed with the manner and timing of Cristiano Ronaldo's interview. Club only found out about the interview as they were preparing to fly back from London this evening after the Fulham game. 1/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Manchester United are likely to now consider all their options regarding Ronaldo. Management and players don't understand why he has said what he has said. They are hugely disappointed that he would disrespect the club, his manager and teammates in this way. 2/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Ronaldo hefur leikið sextán leiki fyrir United á þessu tímabili en erfitt er að sjá að þeir verði fleiri. Portúgalinn var markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili en hefur aðeins skorað þrjú mörk í vetur. United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir fjórtán leiki. Liðið er þremur stigum frá 4. sætinu en á leik til góða á Tottenham sem er í því.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira