Veður

Gul við­vörun gefin út á Vest­fjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvörunin tekur gildi klukkan 17 á morgun og er í gildi til hádegis á föstudag.
Viðvörunin tekur gildi klukkan 17 á morgun og er í gildi til hádegis á föstudag. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Vestfjörðum vegna norðaustan hvassviðris eða storms og snjókomu sem sé í vændum.

Á vef Veðurstofunnar segir að viðvörunin taki gildi frá klukkan 17 á morgun til hádegis á föstudag.

Er spáð norðaustan hvassviðri eða stormur, fimmtán til 23 metrar á sekúndu, og rigninu eða slyddu og með snjókomu á fjallvegum. 

„Getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum á heiðum,“ segir á vef Veðurstofunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×