Erlent

Kaka á and­lit konungs, götu­lokanir og eigna­spjöll

Bjarki Sigurðsson skrifar
Appelsínugulri málningu var spreyjað á umboð Ferrari í London.
Appelsínugulri málningu var spreyjað á umboð Ferrari í London. Getty/Richard Baker

Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 

Á mánudaginn var fjallað um það hér á Vísi þegar meðlimir samtakanna Just Stop Oil köstuðu kartöflumús á málverk eftir franska listmálarann Claude Monet. Atvikið átti sér stað á sunnudaginn en verkið er til sýnis á Potsdam-safninu í Berlín. 

Samkvæmt heimasíðu samtakanna var skemmdarverkið hluti af mótmælum sem þá höfðu verið í gangi í 23 daga. Nú eru dagarnir orðnir 26 og ekkert lát er á mótmælum þeirra. 

Á mánudaginn mættu tveir meðlimir samtakanna á Madame Tussauds-vaxmyndasafnið í London. Þeir voru með köku með sér og skelltu henni á andlit vaxstyttu af Karli III Bretlandskonungi. 

Í gær lokuðu svo meðlimir samtakanna Horseferry-vegi í London. Á sama tíma spreyjuðu aðrir meðlimir Just Stop Oil málningu á höfuðstöðvar samtakanna Global Warming Policy Foundation sem eru staðsettar í borginni. Að sögn Just Stop Oil eru samtökin lobbíistasamtök fyrir jarðefnaeldsneytisframleiðendur. 

Í dag var fjölda gatna við Piccadilly í London lokað og spreyjuðu málningar á umboð lúxusbifreiðaframleiðanda. Meðal annars var spreyjað á útibú Ferrari í London. 


Tengdar fréttir

Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar

Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino.

Tækluð vegna um­hverfis­gjörnings

Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×