Köstuðu kartöflumús á málverk Monet Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 06:43 Mótmælendurnir límdu hendur sínar við vegginn eftir að þeir köstuðu stöppunni á verkið. AP/Letzte Generation Franski listmálarinn Claude Monet er orðinn nýjasta viðfangsefni loftslagsaðgerðasinna en þýskir aktívistar köstuðu kartöflumús á verk eftir málarann á Potsdam safninu í Berlín í gær. Þetta er annað klassíska málverkið sem verður fyrir barðinu á matvælamótmælum á stuttum tíma. Tveir meðlimir breska loftslagsaðgerðahópsins Just Stop Oil helltu fyrir tíu dögum síðan tómatsúpu eftir málverkið Sólblóm eftir Vincent Van Gogh í National Gallery safninu í Lundúnum. Í gær gengu tveir meðlimir þýska aðgerðahópsins Síðasta kynslóðin (þ. Letzte Generation) inn í Barberini safnið og köstuðu kartöflumús yfir Heysáturnar, Les Meules, eftir Monet. Strax á eftir límdu aðgerðasinnarnir hendur sínar fastar við vegginn við hlið verksins. Að sögn aðgerðasinnanna áttu mótmælin að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsvána að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Wir machen diesen #Monet zur Bühne und die Öffentlichkeit zum Publikum.Wenn es ein Gemälde braucht – mit #Kartoffelbrei beworfen – , damit die Gesellschaft sich wieder erinnert, dass der fossile Kurs uns alle umbringt:Dann geben wir euch #Kartoffelbrei auf einem Gemälde! https://t.co/TN1dFKsi94— Letzte Generation (@AufstandLastGen) October 23, 2022 „Við lifum á tímum loftslagshörmunga og þið eruð öll hrædd við smá tómatsúpu eða kartöflustöppu á málverki. Vitið þið hvað ég er hrædd við? Ég er hrædd vegna þess að vísindin segja okkur að árið 2050 munum við ekki hafa nægan mat til að gefa fjölskyldum okkar að borða,“ sagði annar mótmælendanna í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu Letzte Generation. „Þarf virkilega kartöflustöppu á málverki til að þið farið að hlusta? Þetta málverk verður einskis virði ef við þurfum að slást yfir mat. Hvenær ætlið þið virkilega að hlusta? Hvenær munuð þið hlusta og hætta að lifa lífinu eins og ekkert sé að?“ Fram kemur í tilkynningu frá Potsdam safninu að málverkið var verndað af glerhjúp og því hafi málverkið ekki liðið neinar raunverulegar skemmdir. Þá hafi lögregla verið fljót að mæta á staðinn og það hafi reynst nokkuð auðvelt að losa hendur mótmælendanna frá veggnum. Þýskaland Loftslagsmál Myndlist Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Tveir meðlimir breska loftslagsaðgerðahópsins Just Stop Oil helltu fyrir tíu dögum síðan tómatsúpu eftir málverkið Sólblóm eftir Vincent Van Gogh í National Gallery safninu í Lundúnum. Í gær gengu tveir meðlimir þýska aðgerðahópsins Síðasta kynslóðin (þ. Letzte Generation) inn í Barberini safnið og köstuðu kartöflumús yfir Heysáturnar, Les Meules, eftir Monet. Strax á eftir límdu aðgerðasinnarnir hendur sínar fastar við vegginn við hlið verksins. Að sögn aðgerðasinnanna áttu mótmælin að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsvána að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Wir machen diesen #Monet zur Bühne und die Öffentlichkeit zum Publikum.Wenn es ein Gemälde braucht – mit #Kartoffelbrei beworfen – , damit die Gesellschaft sich wieder erinnert, dass der fossile Kurs uns alle umbringt:Dann geben wir euch #Kartoffelbrei auf einem Gemälde! https://t.co/TN1dFKsi94— Letzte Generation (@AufstandLastGen) October 23, 2022 „Við lifum á tímum loftslagshörmunga og þið eruð öll hrædd við smá tómatsúpu eða kartöflustöppu á málverki. Vitið þið hvað ég er hrædd við? Ég er hrædd vegna þess að vísindin segja okkur að árið 2050 munum við ekki hafa nægan mat til að gefa fjölskyldum okkar að borða,“ sagði annar mótmælendanna í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu Letzte Generation. „Þarf virkilega kartöflustöppu á málverki til að þið farið að hlusta? Þetta málverk verður einskis virði ef við þurfum að slást yfir mat. Hvenær ætlið þið virkilega að hlusta? Hvenær munuð þið hlusta og hætta að lifa lífinu eins og ekkert sé að?“ Fram kemur í tilkynningu frá Potsdam safninu að málverkið var verndað af glerhjúp og því hafi málverkið ekki liðið neinar raunverulegar skemmdir. Þá hafi lögregla verið fljót að mæta á staðinn og það hafi reynst nokkuð auðvelt að losa hendur mótmælendanna frá veggnum.
Þýskaland Loftslagsmál Myndlist Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira