„Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 15:01 Dr. Hilmar Þór Hilmarsson er prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu, ræddi málið á Sprengisandi í morgun. Hann segir að Rússar virðist vera að breyta um aðferð. „Núna á tveimur vikum er búið að eyðileggja þrjátíu prósent af öllum rafstöðvum og vatnsveitum í landinu þannig að það er mjög alvarleg staða komin upp. Tímasetningin er varla tilviljun, þetta gerist þegar það er að koma vetur og það fer að frjósa í Kyiv og víðar í Úkraínu á næturnar. Fram undan er erfiður vetur,“ segir Hilmar Þór. Hann veltir því fyrir sér hvort - og hvernig - Bandaríkin, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hyggist aðstoða íbúa landsins. Haldi árásirnar áfram er enda útlit fyrir að fjölmargir verði án rafmagns, kyndingar og vatns. Almenningur í úkraínsku hafnarborginni Kherson hefur meðal annars flúið í stríðum straumum síðustu daga. Miklar áhyggjur eru af því að Rússar sprengi Nova Kakhovka stífluna með tilheyrandi flóðum í Kherson og nágrannabæjum. „Það eru hundruð þúsunda manna sem yrðu þá í hættu. Auðvitað vonar maður að það komi ekki til þess að Rússar taki það skref en það hefur verið alls konar ógn í gangi. Það hefur til dæmis verið talað um að jafnvel á þessu svæði verið sprengd það sem kallað er tactical nuclear weapon - það yrði sprengd einhver kjarnorkusprengja þarna. Það hefur verið minna í umræðunni undanfarið en núna er stóra spurningin: Hvað verður um þessa stíflu?“ Gríðarleg eyðilegging hafi áhrif um ókomna tíð Hilmar Þór segir erfitt að segja til hvaða ráða Rússar grípi en sprenging á stíflunni myndi fyrst og fremst bitna á almennum borgurum. Gríðarleg eyðilegging í landinu vegna stríðsins muni hafa áhrif um ókomna tíð en talið er að fjártjón hlaupi á tugum milljarða á degi hverjum. „Þó að Úkraína nái að hrekja Rússa í burtu, sem vonandi verður, þá náttúrulega eru gríðarleg verkefni fyrir fram og erfitt fyrir fólk að lifa í landinu eftir þetta stríð,“ segir Hilmar Þór. Hann segir að viðskiptaþvinganir á Rússa hafi ekki valdið tilætluðum samdrætti enda eiga Rússar í virku viðskiptasambandi við hin BRICS löndin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Þá hafa Argentína, Íran og Sádí-Arabía einnig sýnt áhuga á því að komast inn í hópinn. Löndin verða þá samanlagt stærri en G7 löndin, sem eru sjö ríkustu iðnríkin. Bandaríkin hafi stefnt að því að vera ráðandi í heiminum en BRICS löndin virðist vera að gera uppreisn gegn því kerfi. „Skilaboðin sem Úkraínumenn hafa verið að fá frá Bandaríkjunum og NATO er það að vinna fullnaðarsigur á Rússlandi og Úkraínumenn vilja hrekja Rússa að landamærunum. […] Hvers konar sigur er það að ná að hrekja Rússa í burtu ef að landið er í rúst?“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu, ræddi málið á Sprengisandi í morgun. Hann segir að Rússar virðist vera að breyta um aðferð. „Núna á tveimur vikum er búið að eyðileggja þrjátíu prósent af öllum rafstöðvum og vatnsveitum í landinu þannig að það er mjög alvarleg staða komin upp. Tímasetningin er varla tilviljun, þetta gerist þegar það er að koma vetur og það fer að frjósa í Kyiv og víðar í Úkraínu á næturnar. Fram undan er erfiður vetur,“ segir Hilmar Þór. Hann veltir því fyrir sér hvort - og hvernig - Bandaríkin, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hyggist aðstoða íbúa landsins. Haldi árásirnar áfram er enda útlit fyrir að fjölmargir verði án rafmagns, kyndingar og vatns. Almenningur í úkraínsku hafnarborginni Kherson hefur meðal annars flúið í stríðum straumum síðustu daga. Miklar áhyggjur eru af því að Rússar sprengi Nova Kakhovka stífluna með tilheyrandi flóðum í Kherson og nágrannabæjum. „Það eru hundruð þúsunda manna sem yrðu þá í hættu. Auðvitað vonar maður að það komi ekki til þess að Rússar taki það skref en það hefur verið alls konar ógn í gangi. Það hefur til dæmis verið talað um að jafnvel á þessu svæði verið sprengd það sem kallað er tactical nuclear weapon - það yrði sprengd einhver kjarnorkusprengja þarna. Það hefur verið minna í umræðunni undanfarið en núna er stóra spurningin: Hvað verður um þessa stíflu?“ Gríðarleg eyðilegging hafi áhrif um ókomna tíð Hilmar Þór segir erfitt að segja til hvaða ráða Rússar grípi en sprenging á stíflunni myndi fyrst og fremst bitna á almennum borgurum. Gríðarleg eyðilegging í landinu vegna stríðsins muni hafa áhrif um ókomna tíð en talið er að fjártjón hlaupi á tugum milljarða á degi hverjum. „Þó að Úkraína nái að hrekja Rússa í burtu, sem vonandi verður, þá náttúrulega eru gríðarleg verkefni fyrir fram og erfitt fyrir fólk að lifa í landinu eftir þetta stríð,“ segir Hilmar Þór. Hann segir að viðskiptaþvinganir á Rússa hafi ekki valdið tilætluðum samdrætti enda eiga Rússar í virku viðskiptasambandi við hin BRICS löndin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Þá hafa Argentína, Íran og Sádí-Arabía einnig sýnt áhuga á því að komast inn í hópinn. Löndin verða þá samanlagt stærri en G7 löndin, sem eru sjö ríkustu iðnríkin. Bandaríkin hafi stefnt að því að vera ráðandi í heiminum en BRICS löndin virðist vera að gera uppreisn gegn því kerfi. „Skilaboðin sem Úkraínumenn hafa verið að fá frá Bandaríkjunum og NATO er það að vinna fullnaðarsigur á Rússlandi og Úkraínumenn vilja hrekja Rússa að landamærunum. […] Hvers konar sigur er það að ná að hrekja Rússa í burtu ef að landið er í rúst?“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira