Liverpool borgaði metfé fyrir Úrúgvæmanninn sem fékk það risastóra verkefni að fylla í skarð Sadio Mane. Það er náttúrulega afar erfitt ekki síst þegar þín staða er ekki alveg á sama stað á vellinum.
Nunez hefur heldur ekki gert mikið í samanburði við Erling Braut Haaland sem erkifjendurnir í Manchester City keyptu á sama tíma enda hefur Norðmaðurinn raðað inn mörkum.
Darwin Nunez is now the FASTEST player to ever play in the Premier League pic.twitter.com/leBa9q0M3u
— SPORTbible (@sportbible) October 20, 2022
Hinn 23 ára gamli Nunez er þó samt búinn að skora fimm mörk í tólf leikjum á leiktíðinni og hann tryggði Liverpool liðinu dýrmætan 1-0 sigur á West Ham í vikunni. Hann hefur nú skorað í þremur síðustu byrjunarliðsleikjum sínum í deild og Meistaradeild á móti Arsenal, Rangers og West Ham.
Sigurmarkið hans á móti West Ham var það fyrsta sem hann skorað á Anfield sem leikmaður Liverpool.
Nunez hefur einnig tekist að setja nýtt hraðamet í ensku úrvalsdeildinni á þessum fyrstu vikum sínum í enska boltanum.
Nunez mældist á 38 kílómetra hraða í leiknum á móti Hammers og bætti þar met Kyle Walker.
Walker hafði verið sá fljótasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann mældist á 37,802 kílómetra hraða í leik með Manchester City árið 2020.
Núna er Nunez sá fljótast í sögunni eða frá því að menn fóru að mæla hraða á mönnum á þessari öld.
Nunez var sá næstfljótasti í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar hann mældist á 36,5 kílómetra hraða í leik með Benfica.