Arnór, Jesper, Heiðar og Sebastian í burtu frá Val Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 13:32 Arnór Smárason kom til Vals fyrir tímabilið 2021 en mun brátt yfirgefa félagið. VÍSIR/VILHELM Valsmenn eru þegar komnir vel á veg með að móta þann leikmannahóp sem Arnar Grétarsson fær í hendurnar þegar hann tekur við sem þjálfari liðsins að loknu tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta. Valur hefur á undanförnum vikum samið við nokkra leikmenn sem voru að verða samningslausir en að minnsta kosti fjórir leikmenn eru hins vegar á förum frá félaginu þegar tímabilinu lýkur. Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við danska varnarmanninn Jesper Juelsgård, sem kom til félagsins í byrjun árs og samdi um að spila með Val út tímabilið 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis komu tíðindin þessum reynslumikla leikmanni algjörlega í opna skjöldu. Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård er á förum frá Val.vísir/Diego Skagamaðurinn Arnór Smárason mun einnig yfirgefa Val eftir leiktíðina, eftir að hafa spilað með liðinu í tvö tímabil eftir sautján ár í atvinnumennsku. Samningur hans er að renna út. Samkvæmt upplýsingum Vísis er líklegt að Arnór gangi til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA, sem nú rambar á barmi falls niður í Lengjudeildina. Svíinn Sebastian Hedlund fer einnig frá Val, eftir að hafa spilað með liðinu í fimm ár og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Samkomulag um að Heiðar fari Þá komust Valur og Heiðar Ægisson að samkomulagi um að Heiðar hætti hjá félaginu eftir leiktíðina, ári eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Samningar við Rasmus Christiansen og Lasse Petry eru einnig að renna út en ekki liggur ljóst fyrir hvort að þeir yfirgefi Hlíðarenda eða skrifi að nýju undir samning við félagið. Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val, Sebastian Hedlund mun fara eftir tímabilið, en óvissa ríkir varðandi Rasmus Christiansen.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðjumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið hjá Val að láni frá danska félaginu Horsens á þessari leiktíð og mun hann vera að skoða sín mál en Valsmenn hafa áhuga á að halda honum. Valsmenn sitja sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, og missa því annað árið í röð af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2020. Þeir eru með 35 stig í 5. sæti og geta best náð 4. sæti en eru tveimur stigum á eftir KR og einu stigi fyrir ofan Stjörnuna. Ólafur Jóhannesson stýrir Val í síðustu umferðum Bestu deildarinnar, eins og hann hefur gert frá því að hann tók við af Heimi Guðjónssyni í júlí, þrátt fyrir að þegar hafi verið tilkynnt um það að Arnar, sem áður stýrði KA, taki svo við af Ólafi. Valur Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Valur hefur á undanförnum vikum samið við nokkra leikmenn sem voru að verða samningslausir en að minnsta kosti fjórir leikmenn eru hins vegar á förum frá félaginu þegar tímabilinu lýkur. Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við danska varnarmanninn Jesper Juelsgård, sem kom til félagsins í byrjun árs og samdi um að spila með Val út tímabilið 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis komu tíðindin þessum reynslumikla leikmanni algjörlega í opna skjöldu. Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård er á förum frá Val.vísir/Diego Skagamaðurinn Arnór Smárason mun einnig yfirgefa Val eftir leiktíðina, eftir að hafa spilað með liðinu í tvö tímabil eftir sautján ár í atvinnumennsku. Samningur hans er að renna út. Samkvæmt upplýsingum Vísis er líklegt að Arnór gangi til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA, sem nú rambar á barmi falls niður í Lengjudeildina. Svíinn Sebastian Hedlund fer einnig frá Val, eftir að hafa spilað með liðinu í fimm ár og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Samkomulag um að Heiðar fari Þá komust Valur og Heiðar Ægisson að samkomulagi um að Heiðar hætti hjá félaginu eftir leiktíðina, ári eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Samningar við Rasmus Christiansen og Lasse Petry eru einnig að renna út en ekki liggur ljóst fyrir hvort að þeir yfirgefi Hlíðarenda eða skrifi að nýju undir samning við félagið. Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val, Sebastian Hedlund mun fara eftir tímabilið, en óvissa ríkir varðandi Rasmus Christiansen.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðjumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið hjá Val að láni frá danska félaginu Horsens á þessari leiktíð og mun hann vera að skoða sín mál en Valsmenn hafa áhuga á að halda honum. Valsmenn sitja sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, og missa því annað árið í röð af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2020. Þeir eru með 35 stig í 5. sæti og geta best náð 4. sæti en eru tveimur stigum á eftir KR og einu stigi fyrir ofan Stjörnuna. Ólafur Jóhannesson stýrir Val í síðustu umferðum Bestu deildarinnar, eins og hann hefur gert frá því að hann tók við af Heimi Guðjónssyni í júlí, þrátt fyrir að þegar hafi verið tilkynnt um það að Arnar, sem áður stýrði KA, taki svo við af Ólafi.
Valur Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira