Enski boltinn

Alisson-Salah tengingin setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson Becker og Mohamed Salah fagna hér saman einu af mörkunum sem markvörðurinn hefur lagt upp fyrir framherjann.
Alisson Becker og Mohamed Salah fagna hér saman einu af mörkunum sem markvörðurinn hefur lagt upp fyrir framherjann. Getty/Michael Regan

Þegar Mohamed Salah tryggði Liverpool öll stigin á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þá nýtti hann sér góða aðstoð frá markverðinum Alisson Becker og ekki í fyrsta sinn.

Með stoðsendingu sinni á Salah þá kom Alisson Becker sér líka í metabókina í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var nefnilega í þriðja sinn sem Alisson gefur stoðsendingu á Salah í deildarleik og það er nýtt met.

Enginn annar markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur náð að gefa þrjár stoðsendingar á einn og sama manninn.

Hér fyrir neðan má sjá búið að klippa saman þessi þrjú mörk sem eru heldur betur keimlík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×