Veður

Suð­vest­læg átt og skúrir um landið vestan­vert

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu þrjú til sjö stig.
Hiti á landinu verður á bilinu þrjú til sjö stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðvestlægri átt og skúrum í dag um landið vestanvert, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Reikna má með að hiti á landinu verði víða á bilinu þrjú til sjö stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það bæti í úrkomu sunnan- og vestanlands um tíma í kvöld.

„Víða hæglætisveður á morgun, en allvíða norðaustan kaldi annað kvöld og éljagangur við norðurströndina. Kólnar smám saman. 

Síðan er útlit fyrir norðlæga átt dagana þar á eftir með ofankomu á köflum fyrir norðan, en lengst af bjart og þurrt veður syðra. Fremur kalt í veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en norðaustan 5-13 um kvöldið. Él við norðurströndina, annars yfirleitt þurrt veður og víða bjart sunnan heiða. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn, mildast syðst á landinu.

Á föstudag: Norðan 8-15, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en bjartviðri sunnanlands. Hiti kringum frostmark.

Á laugardag: Gengur í norðaustan og norðan 10-18. Snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning með austurströndinni. Þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Norðan 8-15. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Lægir um kvöldið. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt. Skýjað vestanlands og hlýnar þar, en léttskýjað annars staðar og fremur kalt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.