Það vakti töluverða athygli þegar Man Utd ákvað að punga út tæpum 100 milljónum evra fyrir þennan 22 ára sóknarmann sem hafði aðeins leikið tvö tímabil í Evrópu.
Nýr stjóri Man Utd, Erik Ten Hag, þekkir hins vegar vel til Antony enda var hann stjóri hans hjá Ajax í þessi tvö tímabil.
3 - Antony is the first Manchester United player to score in each of his first three appearances in the Premier League for the club. Value. pic.twitter.com/ZYyI5uq7B0
— OptaJoe (@OptaJoe) October 9, 2022
Antony hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Man Utd á tímabilinu og skorað í þeim öllum en hann er sá fyrsti til að byrja með þessum hætti hjá enska stórveldinu.
Hann skoraði eitt mark í 3-1 sigri Man Utd á Arsenal þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Næsti deildarleikur hans var svo í 6-3 tapi gegn Man City þar sem Antony skoraði glæsilegt mark og í gærkvöldi kom hann Man Utd á bragðið í 1-2 sigri á Everton.
Spennandi verður að fylgjast með hvort ný ofurstjarna sé að verða til á Old Trafford en hann hefur verið fastamaður í brasilíska landsliðshópnum að undanförnu og verður að öllum líkindum með Brössum á HM í Katar sem hefst í næsta mánuði.