Enski boltinn

United gerir Antony að þeim næstdýrasta frá upphafi

Sindri Sverrisson skrifar
Antony er mættur til Manchester United frá Ajax.
Antony er mættur til Manchester United frá Ajax. Getty/Peter Lous

Enska knattspyrnufélagið Manchester United staðfesti í dag að það hefði samið við Ajax í Hollandi um kaup á brasilíska kantmanninum Antony.

Antony, sem er 22 ára gamall, hefur skorað 24 mörk og átt 22 stoðsendingar í 82 leikjum fyrir Ajax. Nú þarf hann aðeins að gangast undir læknisskoðun, klára samning um kaup og kjör og fá leikheimild, til að geta spilað sinn fyrsta leik fyrir United.

Samningaviðræður á milli United og Ajax tóku talsverðan tíma en samkvæmt BBC þarf United að greiða 95 milljónir evra (jafnvirði 81,3 milljóna punda eða 13,4 milljarða króna) fyrir leikmanninn. Við það gætu svo bæst 5 milljónir evra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Samkvæmt BBC er þetta næsthæsta fé sem United hefur greitt fyrir leikmann en félagið varði 89 milljónum punda til að fá Paul Pogba aftur frá Juventus og stendur það met enn. Antony fer hins vegar upp fyrir Harry Maguire sem keyptur var fyrir 80 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×