Veður

Vaktin: Af­taka­veður gengur yfir landið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Gífurleg snjókoma hefur verið á Norðulandi í dag og rafmagnstruflanir gert vart við sig víða fyrir norðan.
Gífurleg snjókoma hefur verið á Norðulandi í dag og rafmagnstruflanir gert vart við sig víða fyrir norðan. vísir/tryggvi páll

Aftakaveður er á Norður- og Austurlandi og búast má við vondu veðri á öllu landinu í dag. Gríðarmikilli úrkomu er spáð og talin aukin hætta á snjóflóðum- og skriðuföllum vegna hennar á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. 

Rafmagnstruflanir hafa gert vart við sig á Norðurlandi þar sem rignt hefur líkt og hellt sé úr fötu frá því um klukkan fjögur í nótt. 

Rauðar viðvaranir tóku gildi á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi um hádegisbil í dag en appelsínugular viðvarnir verða í gildi á Norðvesturlandi, Miðhálendinu, Austfjörðum og Suðausturlandi. Á Suðvesturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og höfuðborgarsvæðinu eru í gildi gular viðvaranir. 

Varað hefur verið við því að ekkert ferðaveður sé í dag og fólk verið beðið að setja dýr sín í hús. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði sérstaklega við því í gær að fólk færi á ferðalög í dag og skrifaði á Facebook að það væri raunar glórulaust að ferðast í dag. 

„Nú er veðurspáin afleit svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Í nótt og sérstaklega í fyrramálið versnar veður hratt og hvergi á landinu verður ferðaveður og sérstaklega slæmt hér norðanlands. Í raun alveg glórulaust fram á annað kvöld/aðra nótt. Við viljum biðla til ykkar að leggja alls ekki í ferðir, hlusta og horfa á veðurspá og vera bara heima,“ segir í færslu lögreglunnar. 

Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með veðrinu í vaktinni í dag. Hafi lesendur ábendingar má senda þær á netfangið ritstjorn@visir.is. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.