Veður

Rauð viðvörun vegna stormviðris

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rauð viðvörun er í gildi fyrir sunnudag á Norður- og Austurlandi en búast má við óveðri á landinu öllu.
Rauð viðvörun er í gildi fyrir sunnudag á Norður- og Austurlandi en búast má við óveðri á landinu öllu. veðurstofan

Spáð er norðan stormi víða um land á morgun, sunnudag og er rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Spáð er mikilli úrkomu sem líklegt er að falli að stórum hluta sem slydda eða snjókoma.

Veðurstofan hefur fært viðvörunina sem er í gildi úr appelsínugulri í rauða á Norðurlandi eystra og Austurlandi að glettingi. Sú viðvörun mun gilda frá því upp úr hádegi á morgun, sunnudag og fram til miðnættis.

Búast má við norðanstormi upp á 20-28 m/s með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á að ísing setjist á raflínur. Fólki er bent á að ganga vel frá utandyra og koma búfénaði í skjól. Miklar líkur á að færð spillist og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.

Nánar verður fjallað um veðurhorfur í hádegisfréttum á Bylgjunni sem hefjast á slaginu 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×